fbpx
Föstudagur 31.mars 2023
Eyjan

Séra Hildur Eir um Snorra Ásmundsson: „Spurningin um hvort gjörningurinn var list eða fíflagangur“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 8. ágúst 2018 12:02

Snorri mælir orð guðs í Hrísey Samsett mynd- DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Séra Hildur Eir Bolladóttir, prestur á Akureyri, spyr sig hvort gjörningur Snorra Ásmundssonar í Hríseyjarkirkju á dögunum sé annaðhvort list eða fíflagangur. Hún lætur yfirmanni sínum, Guði Almáttugum og Snorra sjálfum eftir að  úrskurða um hvort sé, en af orðum hennar gæti einhver talið að sjálf hallist hún heldur að því að um fíflagang hafi verið að ræða:

„Hvað gjörning Snorra Ásmundssonar í Hríseyjarkirkju varðar þá er þetta alltaf á endanum spurningin um hvort gjörningurinn var list eða fíflagangur. Ef þetta var list þá þýðir það að messuklæði, sem í raun eru bara táknræn en ekki heilög, voru notuð sem efniviður til að bæta skilning okkar á heiminum, okkur sjálfum og þar af leiðandi á Guði en það er það sem listin gerir og þess vegna er hún einn angi guðfræðinnar. Ef þetta var bara pjúra fíflagangur og löngun til að hneyksla eins og mann langar kannski í áfengi eða blóðuga nautasteik, þá er þetta bara dónaskapur og ekkert annað. Hvort var þetta list eða fíkn? Það er stóra spurningin sem Snorri og Guð geta einir eða ein svarað.“

„Skemmt epli“ vegna misnotkunar

Gjörningur Snorra hefur vakið reiði meðal eyjaskeggja og sagði formaður sóknarnefndar í Hrísey, Narfi Björgvinsson, að Snorri hefði „misnotað“ kirkjuna þar sem kirkjan hafi verið lánuð undir því yfirskini að um tónleika væri að ræða, líkt og venja sé. Sagði Narfi að vegna þessa gæti kirkjan ekki lengur treyst fólki fyrir kirkjunni, og að það væru „þessi skemmdu epli sem skemma fyrir öðrum.

Snorri sagði sjálfur að hann teldi enga ástæðu til að biðjast afsökunar, þar sem boðskapur Jesú hafi verið misskilinn.

Snorri í fullum skrúða.

Vegir guðs eru órannsakanlegir

Þá sagði Snorri við RÚV að hann hafi vel vitað hvað hann væri að gera:

„Auðvitað fór ég inn á viðkvæmt svæði. Ég vissi al­veg hvað ég var að gera. En viðbrögð fólks eru ýmis og listamaður get­ur ekki einn borið ábyrgð á þeim.“

Þá má greina af orðum Snorra, að hann telji hugmyndina um almættið æðri sjálfum trúarbrögðunum:

„Þegar maður veit, fær maður ekki að trúa. Kristni er bara ein mynd af guði, eða æðri mætti. Trú­ar­brögð eru aðeins bún­ing­ur utan um al­mættið. Mína teng­ingu við mátt­ar­völd þarf ég ekki að skreyta með trú­ar­brögðum.“

 

Sjá nánar: Segir Snorra hafa „misnotað“ kirkjuna:„Það eru þessi skemmdu epli sem skemma fyrir öðrum“ – Ætlar ekki að biðjast afsökunar

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Heimir spyr hvers vegna við erum ekki að ræða mál málanna – „Hér er fólk í hálfgerðri ánauð“

Heimir spyr hvers vegna við erum ekki að ræða mál málanna – „Hér er fólk í hálfgerðri ánauð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þetta fá stjórnarmenn bankanna í laun – Arion banki borgar langbest en Íslandsbanki verst

Þetta fá stjórnarmenn bankanna í laun – Arion banki borgar langbest en Íslandsbanki verst
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir efnhagslífið vera sjóðheitt og að Seðlabankinn verði að bregðast við

Segir efnhagslífið vera sjóðheitt og að Seðlabankinn verði að bregðast við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tólfta stýrivaxtahækkunin staðreynd

Tólfta stýrivaxtahækkunin staðreynd
Eyjan
Fyrir 1 viku

Atvinnurekendur og launafólk ræða um aðgerðir gegn verðbólgunni

Atvinnurekendur og launafólk ræða um aðgerðir gegn verðbólgunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Umdeild þingkona leggur til að Bandaríkjunum verði skipt í tvennt

Umdeild þingkona leggur til að Bandaríkjunum verði skipt í tvennt