fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Eyjan

Hannes Hólmsteinn: „Hægrið á miklu skemmtilegri og snjallari hugsuði en vinstrið“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 31. júlí 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, tekur nokkuð stórt upp í sig á Facebook þegar hann alhæfir nokkuð hressilega um að hægri sinnaðir „hugsuðir“  séu bæði skemmtilegri og snjallari en þeir vinstrisinnuðu, sem séu lítið annað en „geðvondir tautarar“:

„Hægrið á miklu skemmtilegri og snjallari hugsuði en vinstrið: Jordan Peterson, Sir Roger Scruton, Niall Ferguson og Matt Ridley. Vinstrið á lítið annað en geðvonda tautara, sem stagast sífellt á sömu málum, minnipokamenn. Ég ráðlegg öllu ungu fólki að lesa bækur þeirra Petersons, Sir Rogers, Fergusons og Ridleys og blogg þeirra og hlusta á fyrirlestra þeirra á Youtube.“

 

Ekki eru þó allir sammála Hannesi um þessa alhæfingu hans.

Í athugasemdarkerfinu er Hannes spurður að því hvernig hægt sé að þykjast vera kennimaður, en ráðleggja samt fólki að lesa svo einsleitt efni.

Þá eru sumir sem draga í efa að Jordan Peterson sé endilega hægri maður.

Aðrir benda á Chomsky, Monbiot, John Gray, Pilger og Klein  sem skemmtilegri penna og margfróðari.

Ekki kemur fram hvort Hannes haldi þessum skoðunum á lofti í kennslutímum sínum í Háskóla Íslands, eða hvort lesefni hans endurspegli þessa alhæfingu hans.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Tilbúinn lóðaskortur keyrir upp lóðaverð og hækkar íbúðaverð

Vilhjálmur Egilsson: Tilbúinn lóðaskortur keyrir upp lóðaverð og hækkar íbúðaverð
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Háskólaprófessor: Innrás frá Íslandi blasir við – Ísland á bara einn vin

Háskólaprófessor: Innrás frá Íslandi blasir við – Ísland á bara einn vin
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kosningar 2026: Örn vill fjórða sætið í Hafnarfirði

Kosningar 2026: Örn vill fjórða sætið í Hafnarfirði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Mótframbjóðandi kvartar yfir framboði Vilhjálms – „Kemur verulega á óvart“

Mótframbjóðandi kvartar yfir framboði Vilhjálms – „Kemur verulega á óvart“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Áhrifavaldar dottnir úr tísku

Nína Richter skrifar: Áhrifavaldar dottnir úr tísku
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Egilsson: Evrópusambandið snýst um frið, lýðræði og mannréttindi, ekki bara peninga

Vilhjálmur Egilsson: Evrópusambandið snýst um frið, lýðræði og mannréttindi, ekki bara peninga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið