fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Mótmæla stórfelldum hækkunum þjónustugjalda

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 20. júlí 2018 14:06

Mynd-vatnajokulsthjodgardur.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök ferðaþjónustunnar mótmæla harðlega nýstaðfestum hækkunum þjónustugjalda í Vatnajökulsþjóðgarði og á Þingvöllum sem sagðar eru án fyrirvara og án nokkurs samráðs við samtökin. Þetta kemur fram í tilkynningu.

„Nýtilkynntar hækkanir á þjónustugjöldum innan Vatnajökulsþjóðgarðs ná allt að 80% og sýna algert skilningsleysi á starfsumhverfi og markaðsaðstæðum ferðaþjónustuaðila. Skammt er síðan þjónustugjöld innan þjóðgarðsins á Þingvöllum voru hækkuð um allt að 50% og í báðum tilfellum er tilkynnt um hækkanirnar fyrirvaralaust og án samráðs við hagsmunaaðila. Það er með öllu ótækt að slíkar hækkanir séu tilkynntar fyrirvaralaust á sama tíma og samráðshópur ríkisstjórnarinnar, SAF og Sambands íslenskra sveitarfélaga um heildargreiningu á, og framtíðarskipan gjaldtöku opinberra aðila af ferðaþjónustu er að störfum á vettvangi Stjórnstöðvar ferðamála. Eðlilegt er að öllum ákvörðunum um hækkun gjalda eða nýja gjaldtöku á vettvangi ferðaþjónustu sé frestað a.m.k. þar til tillögur samráðshópsins liggja fyrir,“

segir í tilkynningu.

Þá er minnt á að ríkisstjórnin hafi lagt áherslu á aukið samráð og samtal um málefni ferðaþjónustunnar, í stjórnarsáttmála og í samskipum sínum við SAF, en aðgerðirnar gangi gegn þerri stefnu:

 „Fyrrnefndar hækkanir, aðdragandi þeirra og staðfesting er í fullkomnu ósamræmi við þá stefnu. Í ljósi alls þessa er það eðlileg krafa SAF að viðkomandi hækkanir á gjaldskrám þjónustugjalda í Vatnajökulsþjóðgarði og á Þingvöllum verði dregnar til baka og öllum sambærilegum áformum frestað um óákveðinn tíma á meðan áhersla er lögð á það samráð um heildarskipan gjaldtöku af ferðaþjónustu sem þegar er hafið.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki