fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Tætir í sig tölfræðigögn fjármálaráðuneytisins um launakjör ljósmæðra: „Aumkunarverð tilraun til að gefa í skyn að kröfur ljósmæðra séu frekja“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 4. júlí 2018 14:30

Samsett mynd-DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær birti fjármála- og efnahagsráðuneytið töluleg gögn á heimasíðu sinni, þar sem fullyrt var um ýmsar staðreyndir er tengjast launum ljósmæðra. Þótti ráðuneytinu ástæða til að birta gögnin nú, í miðri kjaradeilu við ljósmæður vegna „fjölmiðlaumfjöllun undanfarinna daga“ líkt og það var orðað.

Meðal þeirra upplýsinga sem ráðuneytið taldi mikilvægt að benda á, var að meðalheildarlaun ljósmæðra fyrir fullt starf árið 2017 hafi verið 848 þúsund krónur á mánuði og að meðaldagvinnulaun hafi verið 573 þúsund krónur á mánuði.

Þá var tekið fram að stöðugildum ljósmæðra hafi fjölgað um 33% milli 2007 og 2017, meðan fæðingum hafi fækkað um 8%. Þá var einnig tilgreint að ljósmæður hefðu fengið 16% hækkun umfram önnur félög BHM árið 2008 og hafi frá þeim tíma fengið sömu hækkanir og önnur BHM-félög.

Segir gögn ráðuneytisins vera „fúsk“

Þessar upplýsingar ráðuneytisins hafa nú verið hraktar, að því leytinu til að gögnin séu afvegaleiðandi, misvísandi og beinlínis villandi.

Marínó G. Njálsson, sem var áður stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna, segir að málflutningur ráðuneytisins sé:

„…aumkunarverð tilraun til að gefa í skyn að kröfur ljósmæðra séu frekja. Þær séu bara með góð laun. Því miður datt ráðuneytið kylliflatt á nefið. Ættu menn þar að vera fljótir að fela þessa skýrslu og afsaka sig í bak og fyrir yfir fúskinu.“

Stöðugildi vs fjöldi fæðinga komi launadeilunni ekkert við

„Birt eru tvö myndrit og ein tafla í meðfylgjandi frétt. Fyrra myndritið kemur málinu bara ekkert við og verið er að afvegaleiða umræðuna með því að blanda saman stöðugildum og fjölda fæðinga. Að ríkið/Landspítalinn sé með tiltekinn fjölda stöðugilda ljósmæðra kemur kjaradeilunni ekkert við, heldur er það stjórnunarlegt atriði hjá vinnuveitandanum, sem rétt er að benda á að kemur ekki að samningaviðræðunum, að ég best veit.

Seinna myndritið sýnir að ljósmæður eru að mestu búnar að tapa „leiðréttingunni“ sem þær áttu að hafa fengið árið 2009. Meint leiðrétting vegna menntunar er að mestu horfin. Mér sýnist að það hafi verið um 15 punkta munur á ljósmæðrum annars vegar og hjúkrunarfræðingum og BHM hins vegar eftir þá samninga. Í fyrra var þessi munur 4-7 punktar. Höfum í huga, að 15 punktar árið 2009 var um 12,5% munur, en 7 punkta munur í fyrra er tæplega 4% munur. Ljósmæður hafa því tapað tæplega 9 prósentum af „leiðréttingunni“ frá árinu 2009. Gögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins styðja því við málflutning og kröfur ljósmæðra.“

Hvor taflan er rétt?

„Svo kemur þessi kostulega tafla. Ég veit ekki hvort er að Félag hjúkrunarfræðinga sé ekki í BHM, en hitt veit ég að það félag er notað sem viðmið í myndriti 2 og er sú viðmiðunarstétt sem ljósmæður bera sig við. Ef ég hins vegar nota upplýsingar frá myndriti 2 til að bera saman við töfluna, þá kemur sitthvað einkennilegt fram. Myndrit 2 segir að dagvinnulaun ljósmæðra hafi verið 3,8% hærri en meðaldagvinnulaun innan BHM. Taflan segir hins vegar að meðaldagvinnulaun innan BHM hafi verið 6% hærri! Hvort er nú rétt? Séu meðaldagvinnulaun innan BHM 6% hærri, þá 12,5% munur árið 2009 allur horfinn og 6% til viðbótar. Þ.e. ljósmæður hafa dregist yfir 18,5% aftur úr á 9 árum!“

Heildarlaun án vinnuframlags

Þá segir Marínó það til lítils að skella fram upplýsingum um heildarlaun, án þess að tiltaka upplýsingar um vinnuframlag:

„Að skella síðan fram heildarlaunum, segir ekki neitt, því þarna vantar upplýsingar um vinnuframlag. Svo einstaklingur á meðaldagvinnulaunum upp á 573.019 kr. fái heildarlaun upp á 848.224 kr., þá þarf viðkomandi að vinna 48 yfirvinnustundir eða vera á vöktum sem gefa vaktaálag eða sambland af þessu tvennu. Ég vona að ríkið sé ekki að ætlast til að fólk vinni yfirvinnu kauplaust.

Nú hinar tölurnar í töflunni segja ekki neitt, því þarna vantar alveg að greina frá menntunarstigi þeirra, sem hafa þessi meðallaun. Er þetta fólk með 3 ára háskólanám að baki, 5 ára, 7 ára eða eitthvað annað?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki