fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Hraunar yfir Gunnar Birgisson og hvetur til sniðgöngu á Sjálfstæðisflokknum

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 26. maí 2018 12:33

Róbert Guðfinnsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði, sem dælt hefur peningum sínum í bæjarfélagið undanfarin ár, fer hörðum orðum um Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóra Fjallabyggðar, á Facebook í gær.

Róbert segir að Gunnar sé „frekasti bæjarstjóri“ sem hann hafi kynnst og segir hann oft „hrokafullan“ og  „pirraðan.“

Hinsvegar segir Róbert að Gunnar sé fagmaður í starfi og hann kunni að meta hann sem bæjarstjóra, hinsvegar þurfi Gunnar mikið aðhald, sem hann fái ekki frá Sjálfstæðisflokknum, sem er í meirihluta bæjarstjórnar, ásamt Jafnaðarmönnum í Fjallabyggð.

Af þeim sökum hvetur Róbert bæjarbúa til að sniðganga Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum í dag, því Gunnar þurfi aðhald, sem hann muni ekki fá frá Sjálfstæðisflokknum:

 

„Síðastliðin þrjú ár hef ég þurft að eiga umtalsverð samskipti við frekasta bæjarstjóra sem að ég hef kynnst. Hann er ekki allra. Oft hrokafullur og pirraður. Viðkvæmum finnst hann ekki kunna mannleg samskipti.
Í vonskuköstum kallar hann mig einræðisherra eða yfirbæjarstjóra af því að ég hleyp ekki eftir duttlungum hans. Endalaus þrýstingur um frekari fjárfestingar félaga minna svo að hægt verði að fjölga störfum í Fjallabyggð. Þannig megi bæta upp fækkun starfa í sjávarútvegi. Ég hef haft fullan skilning á þessum yfirgangi Gunnars því ekki getur hann leitað til flokksbræðra okkar hjá XD i Fjallabyggð um nýjar hugmyndir til fjölgun starfa. Í okkar samfélagi kjósa ráðandi öflin í XD að sitja hjá. Ábyrgðin er annarra.
Þegar ég nenni ekki að hlusta á tuðið og heyri ekki í bæjarstjóranum í nokkrar vikur þá segir hann sameiginlegum kunningjum okkar að hann sé í frystiskápnum. Þannig hefur það verið síðustu vikurnar.
Þrátt fyrir allt þetta þá kann ég að meta Gunnar I Birgisson sem bæjarstjóra.
Hann er erfiður í samskiptum en fagmaður í sínu starfi en þarf mikið aðhald frá sveitastjórn. Þannig virka Gunnar best. Það yrði vond blanda ef að Gunnar yrði bæjarstjóri áfram og XD ráðandi afl í sveitastjórn. Þá mun agann vanta.
Þess vegna hvet ég þá kjósendur í Fjallabyggð sem vilja hafa Gunnar I Birgisson áfram sem bæjarstjóra að gefa hinum flokkum atkvæði sitt og með þvi tryggja fagleg vinnubrögð. Því ekki mega menn sofa á verðinum á næsta kjörtímabili. Það er fátt mikilvægara fyrir fólkið í byggðalaginu og okkur sem erum með stór áform um frekari uppbyggingu í Fjallabyggð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki