fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Inga Sæland brjáluð: „Þeir vilja losna við Flokk fólksins“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 9. maí 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir í færslu á Facebook í dag að flokkurinn hafi verið útilokaður frá leiðtogaumræðunum sem haldnar voru í Gamla bíó í morgun. Spyr hún hvort það stafi vegna þess, að flokkurinn berjist gegn fátækt og lágum launum:

„Getur verið að barátta Flokks fólksins gegn fátækt og allt of lágum launum verkafólks sé ástæða þess að hann er útilokaður frá leiðtogaumræðunum sem haldnar voru í Gamla bíó í morgun? SA, SAF, SI og SVÞ buðu til fundarins þar sem rætt var um sambúð borgar og atvinnulífsins.“

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins, Sam­tök ferðaþjón­ust­unn­ar, Sam­tök iðnaðar­ins og Sam­tök versl­un­ar og þjón­ustu héldu  fundinn. Inga segir að samtökin hundsi Flokk fólksins og hún hafi fengið það staðfest að ekki væri pláss fyrir flokkinn í umræðunum:

„Að þessi samtök skuli hundsa okkur svona gjörsamlega segir okkur aðeins eitt. Þeir vilja losna við Flokk fólksins, Við erum að gera RÉTT ! Tek það fram að við hringdum til að ath. hvort þetta væru mistök, en það var það sannarlega ekki, svarið sem við fengum var einfalt, “ það eru of margir í pallinum og ekki pláss fyrir ykkur.“

 

Tekið skal fram að í auglýsingum fyrir fundinn er sagt að oddvitar stærstu framboðanna muni mætast í umræðum um sambúð borgar og atvinnulífs.

Þátttakendur á fundinum voru oddvitar Samfylkingar, Pírata, Sjálfstæðismanna, Framsóknarflokksins, Vinstri grænna, Miðflokksins og Viðreisnar, en þess má geta að Framsókn hefur mælst lægri en Flokkur fólksins í þjóðarpúlsi Gallup og könnun Fréttablaðsins undanfarna daga.

Samkvæmt nýjustu könnun mælist Flokkur fólksins með 2.8 prósenta fylgi en Framsókn 2.5 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki