fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Eyjan

Byltingin að éta börnin sín í Eyjum?

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 20. apríl 2018 21:26

Íris Róbertsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hið nýja bæjarmálafélag í Vestmannaeyjum, Fyrir Heimaey, sem stofnað var að hluta til vegna óánægju nokkurra Sjálfstæðismanna út í flokkinn fyrir að halda ekki prófkjör fyrir komandi sveitastjórnarkosningar, er nú í uppnámi, aðeins nokkrum dögum eftir stofnun þess, samkvæmt áreiðanlegum heimildum Eyjunnar.

Elís Jónsson, sem sagður er hugmyndafræðingur hins nýja framboðs, er sagður óánægður með að hafa verið aðeins boðið 4. sætið á lista af uppstillingarnefndar hins nýja framboðs og hyggst ekki taka því boði.

Hann hugðist gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í janúar, en fékk aldrei tækifæri til.

Íris Róbertsdóttir mun leiða listann, en hún er fyrrum varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og varð við áskorun heimamanna um að leiða hinn nýja lista eftir að efnt var til undirskriftarsöfnunar þess efnis. Hún var ósátt við hlutskipti sitt þegar henni var boðið þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins sem þó má telja öruggt sæti bæjarfulltrúa.

Þá herma heimildir Eyjunnar að hluti uppstillingarnefndar stjórnmálaaflsins Fyrir Heimaey hafi sagt sig frá störfum, en það eru sagðir stuðningsmenn Elísar.

Leó Snær Sveinsson, formaður hins nýja stjórnmálaafls í Vestmannaeyjum, vildi ekki staðfesta meinta óánægju:

„Menn eru bara að stilla saman strengi,” sagði hann.

Hvorki náðist í Elís né Írisi við vinnslu fréttarinnar.

 

Uppfært kl 11.00

Bæjarmálafélagið sendi frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Eyjunnar þar sem sagt sé að uppstillingarnefnd hafi ekki klofnað. Því er hér komið á framfæri.

Yfirlýsing

Frétt á DV/Eyjan í gærkvöldi sem síðan hefur verið dreift á netmiðlum hér í Eyjum er röng. Uppstillingarnefnd bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey hefur ekki klofnað vegna sætaskipunar á framboðslista. Nefndin er fullskipuð að störfum og mun á morgun skila tillögum um skipan listans, eins og alltaf hefur verið stefnt að.

Leó Snær Sveinsson

Formaður Fyrir Heimaey

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis

Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja

Björn Jón skrifar: Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja