fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

„Annaðhvort er fólk að fylgja hagsmunum FH og setja þá ofar hagsmunum bæjarbúa, eða það er bara að hugsa um prófkjör og atkvæði“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 13. apríl 2018 08:23

Borghildur Sturludóttir Mynd-hafnarfjordur.bjortframtid.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borghildur Sturludóttir, bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar sem var látin taka poka sinn úr skipulags- og byggingaráði í fyrradag á hinum mikla hitafundi í Hafnarfirði, kennir íþróttafélögunum FH og Haukum um þau átök sem geysað hafa í bæjarstjórn að undanförnu, en bæði félög hafa þrýst mikið á um byggingu knatthúsa:

„Við höfum verið að tækla fullt af erfiðum málum og iðulega verið samhugur um að gera vel. Nema þarna, þarna er alger klofningur. Annaðhvort er fólk að fylgja hagsmunum FH og setja þá ofar hagsmunum bæjarbúa, eða það er bara að hugsa um prófkjör og atkvæði,“

segir Borghildur í Fréttablaðinu í dag. Borghildur hefur verið ósammála Sjálfstæðisflokknum og meirihlutanum í knatthúsmálinu, en hún lagði til óháða staðarvalsgreiningu fyrir nýtt knatthús:

„Ég er ekki kosin til að vera sammála Sjálfstæðisflokknum og mér finnst alveg sjálfsagt að það sé tekist á um mál og aðferðafræði, en ég er engin átakakona,“

segir Borghildur ennfremur.

Ákveðið hafði verið að Haukar og FH fengu sitt knatthúsið hvor, en BF setti sig á móti því og tók afstöðu með minnihlutanum. Þá var ákveðið að FH fengi annað knatthús á sínu svæði, sem Haukar voru ósáttir við. Þegar verkið fór síðan í alútboð spruttu upp deilur að nýju, þar sem vinna við útboðsgögn var gagnrýnd af BF, þar sem þau þóttu sniðin að formanni knattspyrnudeildar FH, sem sendi inn tilboð sem umboðsaðili finnsks fyrirtækis, en lægsta tilboðið er 50% hærra en gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun, að því er fram kemur í Fréttablaðinu og málið ekki verið afgreitt ennþá.

Meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokksins og Bjartrar framtíðar virðist hafa sprungið vegna málsins, tveir bæjarfulltrúar hafa sagt sig úr Bjartri framtíð og fulltrúar flokksins í ráðum og nefndum bæjarins reknir þaðan, en það mál er til skoðunar hjá innanríkisráðuneytinu.

Þá skrifaði Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar, langa færslu á Facebook í gær hvar hún harmaði þá þróun sem hefði átt sér stað hjá flokknum í Hafnarfirði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki