fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Eyjan

Ritstjóri bókablaðs New York Times í Kiljunni

Egill Helgason
Miðvikudaginn 11. apríl 2018 17:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Iceland Writers Retreat er bókmenntahátíð sem er haldin árlega hvert vor, skipulögð af Elizu Reid forsetafrú og Ericu Green. Hátíðin er nú haldin í fimmta sinn, mér hefur hlotnast sá heiður öll árin að vera kynnir á opnunarkvöldinu. Margir merkilegir höfundar hafa komið hingað til að vera á Iceland Writers Retreat – þátttakendur koma svo víðs vegar að og eiga möguleika á að sitja vinnustofur þar sem höfundarnir leiðbeina um ýmsa fleti ritlistarinnar. Íslenskir höfundar taka líka þátt.

Einn af höfundunum þetta árið er Pamela Paul, sem þar að auki er ritstjóri New York Times Book Review. Meiri áhrifastöðu er vart hægt að hugsa sér hvað varðar umfjöllun um bækur. Bókablaðið fylgir New York Times vikulega með sínu fræga metsölulista og gagnrýni sem getur algjörlega gert útslagið um hvernig bók vegnar.

Pamela Paul hefur einnig skrifað nokkurn fjölda bóka. Sú nýjasta heitir My Life with Bob – en hana vinnur hún upp úr dagbók þar sem hún hefur skráð allar bækur sem hún hefur lesisð síðan hún var 17 ára. Önnur bók eftir hana nefnist Parenting Inc og fjallar um iðnaðinn í kringum barneignir í Bandaríkjunum en einnig má nefna Pornified, en þar skoðar Pamela Paul klámvæðinguna í bandarísku samfélagi. Vegna þeirrar bókar kom hún fyrir þingnefnd í Bandaríkjunum.

Pamela Paul er gestur hjá mér í Kiljunni í kvöld. Við ræðum um bókmenntaumfjöllun, gagnrýni, barnabækur, stjörnugjöf, ást á bókum, örðug samskipti Bandaríkjaforseta og New York Times – jú, og um klám. Þátturinn hefst klukkan 20.30.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Fjöldaframleiddar jólaklisjur

Nína Richter skrifar: Fjöldaframleiddar jólaklisjur
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gylfi Magnússon: Áföllin í ár hversdagsleg – vel viðráðanleg fyrir hagkerfið

Gylfi Magnússon: Áföllin í ár hversdagsleg – vel viðráðanleg fyrir hagkerfið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki