fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Sigurður Ingi um fjármálaáætlunina: „Nei, þetta er ekki nóg“

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. apríl 2018 09:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, virðist einn af fjölmörgum sem ekki eru ánægðir með nýja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í gær. Þar er gert ráð fyrir að 125 milljarðar króna fari í innviðauppbyggingu frá 2019-2023 og á fyrstu þremur árunum verði 5.5 milljörðum aukalega varið til uppbyggingar, sem fjármagnað verði með arðgreiðslum fjármálafyrirtækja í eigu hins opinbera.

Sigurður Ingi segir það ekki vera nóg:

„Nei, þetta er ekki nóg. Ástandið er annars vegar þannig að vegir eru að koma mjög illa undan vetri. Bæði er það vegna óhagstæðs veðurs en einnig vegna langvarandi viðhaldsleysis. Þar til viðbótar er umferðaraukningin meiri sem kallar á enn frekari framkvæmdir. Þess vegna höfum við verið að skoða hvort við getum spýtt meira í á þessu ári. Við gætum þurft að flýta framkvæmdum á samgönguáætlun og erum með það til skoðunar og þá með einhvers konar gjaldaleið. Það mun svo skýrast, líklega í næstu viku, hvernig því verður háttað,“

 

segir Sigurður Ingi við Fréttablaðið í dag. Þá virðist Sigurður ennþá opinn fyrir hugmyndum um  vegtolla:

„Fjármálaáætlun snýst um tekjur og gjöld hins opinbera og hvernig við ráðstöfum tekjum ríkissjóðs. Hins vegar vitum við hvernig Hvalfjarðargöngin voru fjármögnuð og því getum við séð fyrir okkur slíkar leiðir til að byggja upp á næstu árum án aðkomu ríkisins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi