fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Eyjan

„Verðum að sjá til þess að reglum um nýtingu auðlinda hafsins sé fylgt“

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. apríl 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað getum við gert til þess að bjarga hafinu? Sú spurning verður efst á dagskrá Norðurlandaráðs á fundum þess og þemaþingi á Akureyri dagana 9.-10. apríl nk.

Hafið er forgangssvið í norrænu samstarfi á þessu ári þegar Norðmenn gegna formennsku í Norðurlandaráði. Í formennskuáætlun ársins 2018 stendur m.a. að formennskulandið skuli beita sér fyrir því að Norðurlöndin standi saman að „reglumiðaðri og sjálfbærri nýtingu auðlinda hafsins“.

Michael Tetzschner, forseti Norðurlandaráðs, bendir á að allar þjóðir Norðurlanda séu hafþjóðir og að hafi sé afar mikilvægt fyrir afkomu margra Norðurlandabúa. Hann bendir á mikilvægi þess að alþjóðlegar reglur séu skýrar nú þegar skipaumferð um norðurskautshöf fer vaxandi:

„Við sjáum nýjar siglingaleiðir opnast, til dæmis til Asíu. Norðurlöndin færast nær alþjóðlegum siglingaleiðum og verða því að sjá til þess að þróunin siglinga lúti lögum og reglum. Ábyrgð strandríkja er þar leynast einnig mikil sóknarfæri. Við verðum að sjá til þess að reglum um nýtingu auðlinda hafsins sé fylgt, að komið verði í veg fyrir ofveiði og að settar verði reglur um nýtingu jarðefna og annarra auðlinda á hafsbotni,“

segir Michael Tetzschner.

Hafið rauður þráður á þemaþingi

Fjallað verður um hafið út frá ýmsum sjónarhornum á þemaþinginu. Allar fjórar fagnefndir og forsætisnefnd Norðurlandaráðs fjalla um málefni sem tengjast hafinu og þann 10. apríl fer fram sameiginlega þemaumræða á þingfundi um málefni hafsins. Grundvöllur umræðunnar er 14. heimsmarkmiðið í Dagskrá 2030 um sjálfbæra þróun en það fjallar um lífríki hafsins.

Til undirbúnings fyrir umræðuna fá þingmenn greinargerð um hvað Norræna ráðherranefndin er langt á veg komin í starfi sínu að 14. heimsmarkmiðinu.

Fundað í tvo daga

Þemaþing Norðurlandaráðs fer fram á Akureyri í tvo daga. Fyrri daginn funda flokkahóparnir en þann seinni er sameinaður þingfundur.

Þemaþing Norðurlandaráðs eru haldin í apríl á ári hverju og eru helguð ákveðnu málefni. Norðurlandaráð er samstarfsvettvangur þjóðþinganna. Ráðið skipa 87 fulltrúar frá öllum Norðurlöndum, einnig Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna