fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Sigríður Arndís kjörin formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 23. mars 2018 08:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Arndís Jóhannsdóttir 
Sigríður Arndís Jóhannsdóttir var kjörin formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík seint í gærkvöldi, að því er segir í tilkynningu. Magnús Már Guðmundsson sem gegnt hefur formennsku undanfarin tvö ár gaf ekki kost á sér áfram.
„Mér hefur verið treyst til að leiða nýjungar, þróa betri þjónustu, tengja saman fólk og félagasamtök og koma að jafn ólíkum verkefnum eins og að sporna gegn brotthvarfi ungmenna úr námi, stuðningi við fátækar fjölskyldur, samfellu í skóla- og frístundastarfi barna, heilsueflandi borg fyrir alla aldurshópa, móttöku hælisleitenda og þjónustu við eldri borgara,“
segir Sigríður í tilkynningunni.
Á vel sóttum aðalfundi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík kom fram að félagið, sem er fjölmennsta aðildarfélag Samfylkingarinnar, stendur vel fjárhagslega og að starfsárið 2017-2018 hafi verið líflegt þar sem fjöldi viðburða voru haldnir.
Á fundinum var Sigríður Arndís Jóhannsdóttir kjörin formaður félagsins en Magnús Már Guðmundsson sem gengt hefur formennsku undanfarin tvö ár gaf ekki kost á sér áfram. Sigríður skipar 13. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.
Sigríður starfar sem verkefnastjóri á þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar fyrir Vesturbæ, Miðborg og Hlíðar. Hún hefur nánast allan sinn starfsferil starfað hjá borginni fyrir utan tímabil sem mannauðssstjóri í Skagafirði. Sigríður Arndís segist ætla að nýta reynslu sína til að halda upp kröftugu starfi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík. Hún segir að í störfum sínum hafi hún öðlast reynslu, áhuga og yfirsýn yfir hvað einkenni gott borgarsamfélag.
„Mér hefur verið treyst til að leiða nýjungar, þróa betri þjónustu, tengja saman fólk og félagasamtök og koma að jafn ólíkum verkefnum eins og að sporna gegn brotthvarfi ungmenna úr námi, stuðningi við fátækar fjölskyldur, samfellu í skóla- og frístundastarfi barna, heilsueflandi borg fyrir alla aldurshópa, móttöku hælisleitenda og þjónustu við eldri borgara,“ segir Sigríður.
Á aðalfundinum var Herbert Baldursson, endurskoðandi, kjörinn gjaldkeri Samfylkingarfélagsins. Auk þeirra voru Ari Guðni Hauksson, Jódís Bjarnadóttir, Sólveig Ásgrímsdóttir, Stefán Benediktsson og Vigdís Arna kjörin í aðalstjórn. Í varastjórn voru kjörin Fanney Svansdóttir, Fríða Pálsdóttir, Gunnar Alexander Ólafsson, Magnús Þorgrímsson og Stefán Svavarsson.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Gummi Magg í Breiðablik
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?