
Almennur félagsfundur Miðflokksins í Hafnarfirði hefur samþykkti tillögu uppstillinganefndar um framboðslista Miðflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í Hafnarfirði 26. maí n.k.
Oddvitasæti listans skipar Sigurður Þ. Ragnarsson veður- og jarðvísindamaður og í öðru sæti er Bjarney Grendal Jóhannesdóttir grunnskólakennari.
„Við erum ákaflega stolt af þessum sterka lista sem við bjóðum fram hér í Hafnarfirði. Hafnarfjörðurinn er sterkt og samheldið samfélag byggt á grónum merg og við viljum byggja það upp til framtíðar á þeim grunni. Við leggjum höfuðáherslu á að finna skynsamlegar lausnir á þeim áskorunum sem Hafnarfjarðarbær stendur frammi fyrir og viljum fá bæjarbúa og önnur framboð með okkur í uppbyggilega rökræðu um þær. Við göngum því óbundin til kosninganna í vor en erum tilbúin að starfa með öllum sem vilja vinna með okkur að skynsamlegum málum sem bæta hag bæjarbúa. Við munum alltaf setja málefnin í forgang og hlökkum til að kynna stefnumál okkar á næstu vikum,“
segir Sigurður.
Listi Miðflokksins í Hafnarfirði til sveitarstjórnarkosninga 2018 er svo skipaður:
| Nr. | Nafn | Starf/menntun |
| 1 | Sigurður Þ. Ragnarsson | Náttúruvísindamaður |
| 2 | Bjarney Grendal Jóhannesdóttir | Grunnskólakennari |
| 3 | Jónas Henning | Fjárfestir |
| 4 | Gísli Sveinbergsson | Málarameistari |
| 5 | Arnhildur Ásdís Kolbeins | Viðskiptafræðingur |
| 6 | Elínbjörg Ingólfsdóttir | Öryggisvörður |
| 7 | Ingvar Sigurðsson | Framkvæmdastjóri |
| 8 | Magnús Pálsson | Málarameistari |
| 9 | Sævar Gíslason | Iðnfræðingur |
| 10 | Ásdís Gunnarsdóttir | Sjúkraliði |
| 11 | Davíð Gígja | Sjómaður |
| 12 | Bjarni Bergþór Eiríksson | Sjómaður |
| 13 | Sigurður F. Kristjánsson | Kjötiðnaðarmaður |
| 14 | Haraldur J Baldursson | Véltæknifræðingur |
| 15 | Skúli Alexandersson | Bílstjóri |
| 16 | Rósalind Guðmundsdóttir | Viðskiptafræðingur |
| 17 | Árni Guðbjartsson | Fv. baadermaður |
| 18 | Guðmundur Snorri Sigurðsson | Bifvélavirkjameistari |
| 19 | Tómas Sigurðsson | Rekstrarstjóri |
| 20 | Árni Þórður Sigurðarson | Tollvörður |
| 21 | Kristinn Jónsson | Skrifstofumaður |
| 22 | Nanna Hálfdánardóttir | Frumkvöðull |