fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Eyjan

Sjálfstæðisflokkurinn kynnir áherslur sínar – Vill minnka stjórnkerfi Reykjavíkur

Trausti Salvar Kristjánsson
Sunnudaginn 4. mars 2018 19:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins

Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, Vörður, stóð fyrir Reykjavíkurfundi í gær. Þar var samþykktur Reykjavíkursáttmáli, áherslur flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.

Þar er helst að nefna að minnka á stjórnkerfið, efla Strætó, gera Kringluna að samgöngumiðstöð, stórbæta gatnakerfið og leggja áherslu á félagsauð eldri borgara, svo fátt eitt sé nefnt.
 
Hér að neðan má sjá helstu áherslur flokksins í borginni:

Styttum boðleiðir – bætum rekstur – byrjum á okkur sjálfum
– Við munum minnka stjórnkerfið
– Fækka borgarfulltrúum og starfshópum borgarinnar
– Fjölgun íbúða eykur tekjur borgarinnar
– Álögur á borgarbúa lækkaðar

Reykjavík á að vera besti búsetukosturinn
– Við Keldur rís fjölskylduvænt hverfi
– Nýstárleg og spennandi byggð rís í Örfirisey
– Uppbyggingu verði lokið í Úlfarsárdal

Stórátak í samgöngumálum
– Efla leiðakerfi Strætó og skoða Samgöngumiðstöð við
Kringluna
– Segja upp samningi um framkvæmdastopp og stórbæta
gatnakerfið
– Bæta þarf ferðaþjónustu aldraðra og fatlaðra

Virkjum félagsauð eldri borgara
– Eldri borgarar og öryrkjar geti tekið þátt í störfum eftir getu og
vilja. Minnka álögur og jaðarskatta.
– Heimaþjónusta verði styrkt í samvinnu við eldri borgara.

Sveigjanleiki og sjálfstæði í skólamálum
– Tryggja þarf að allir fái nám og stuðning við hæfi
– Gera þarf sérstakt átak í málefnum barna af erlendum uppruna
– Börnum frá 12 mánaða aldri verði tryggt pláss í leikskóla eða hjá
dagforeldrum

Íþrótta- og menningarborgin Reykjavík
– Styrkja þarf tengsl íþróttafélaga og tómstundastarfs við
grunnskóla
– Áhersla lögð á forvarnarstarf
Græn borg – hrein borg
– Gera þarf átak í umhverfismálum og auðvelda flokkun á sorpi
– Sorphirðudögum verður fjölgað
– Hætt verði að nota plast í stofnunum borgarinnar þar sem
mögulegt er
– Þrif á götum og opnum svæðum þarf að stórauka

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna