fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Eyjan

Skyggnst inn í framtíðina á UTmessunni – Gervigreind og sýndarveruleiki það sem koma skal

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 5. febrúar 2018 19:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

UTmessan (upplýsingartækni) var haldin á föstudag og laugardag en þetta var í áttunda sinn sem tölvugeirinn opnar heim sinn uppá gátt og sýnir það helsta sem er í gangi í tækniheiminum. Uppselt var á ráðstefna fyrir tölvufólk eins og fyrri ár en rúmlega þúsund gestir voru á ráðstefnudeginum.  Þar voru haldnir tæplega 50 fyrirlestrar í öllum ráðstefnusölum Hörpu og gátu ráðstefnugestir valið sér fyrirlestra eftir áhugasviði.  Tólf erlendir fyrirlesarar stigu á stokk og fræddu sérfræðinga í tölvugeiranum um það helsta sem er að gerast úti í heimi.  Óvenjumargar konur héldu fyrirlestur að þessu sinni, eða um 40% fyrirlesara en eitt af markmiðum UTmessunnar er að vekja athygli á því hve fjölbreytt starfssvið tölvufólks er og að það henti öllum, óháð kyni.

UTmessan hefur fest sig í sessi sem einn helsti vettvangur fyrirlestra, umræðna, skoðanaskipta og nýjunga í tölvugeiranum á Íslandi og endurspeglar mikilvægi tölvutækninnar í daglegu lífi okkar allra. Þar er jafnframt að finna umfangsmikið og fjölbreytt sýningarsvæði þar sem öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins sýna framtíðina í tækjum og vörum sem ætíð vekja mikla athygli og er fjölsótt. Á síðustu árum hefur UTmessan í auknum mæli orðið sá staður þar sem íslenskir og erlendir sérfræðingar kynna það helsta í þessum geira og endurspeglar hún þann fjölbreytileika, framþróun og möguleika sem upplýsingatæknin býr yfir.

Að sögn Arnheiðar Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Ský og UTmessunar, vakti gervigreind og sýndarveruleikatæknin mikinn áhuga:

„Þetta er það sem er þegar byrjað að hafa áhrif á okkar daglega líf og mun þáttur þess aðeins aukast í náinni framtíð. Sjálfkeyrandi bílar byggja til dæmis á gervigreind, sem byggist á því að taka ákvarðanir útfrá gefnum upplýsingum og sýndarveruleikinn er svo miklu meira en bara tölvuleikir. Til dæmis er Marel að notast við sýndarveruleikatækni til að prófa nýja framleiðslu og aðrir sem nota þetta í praktískum tilgangi,“

segir Arnheiður.

Sýningardagur UTmessunnar var á laugardeginum og rétt eins og fyrri ár var þar  stöðugur straumur gesta allan daginn. Rúmlega 11 þúsund gestir létu sjá sig á sýningunni, sem haldin er árlega af Ský, fagfélagi tölvufólks með dyggum stuðningi háskólanna og fyrirtækjum tengdum tölvu- og tæknigeiranum á Íslandi.  UTmessan 2019 verður 8. og 9. febrúar og undirbúningur undir hana þegar hafinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk