fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Eyjan

Alltof margir bílar

Egill Helgason
Fimmtudaginn 1. febrúar 2018 14:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi ljósmynd sem birtist á vefnum Gamlar ljósmyndir er merkileg fyrir margra hluta sakir. Þarna sjáum við Landspítalalóðina, gamla Kennaraskólann, Fæðingardeildina og Sjómannaskólann í fjarska. Myndin er líklega tekin um 1960. Þarna er reykvíska bílaborgin að fæðast, búið að leggja götur, en bílarnir eru ennþá fáir og þeir hafa nóg pláss. Síðan þetta var hafa umferðarmannvirkin á þessu svæði verið stækkuð til muna, nokkru neðar er komin þriggja akgreina braut í sitthvora áttina, göturnar sem þarna virðast svo breiðar og fínar þykja ekki ýkja stórar lengur. Og nú eru uppi kröfur um ennþá stærri götur og gatnamót.

Það er vinsælt um þessar mundir að tala um fíla í stofum. Og hér er enn einn fíll í stofu. Staðreyndin er að það eru alltof margir bílar í Reykjavík. Það er talað fram og aftur um umferðarmál án þess að nefna þennan einfalda hlut. Og þeim hefur fjölgað ört á síðasta góðæristímabili. Það hafa líka bæst við ferðamenn á bílaleigubílum. Þegar myndin er tekin var borgin eiginlega öll vestan Elliðaáa. Mannfjöldinn hefur auðvitað aukist, en bílaeignin hefur aukist miklu meira – það eru einföld sannindi að eftir því sem borgir verða dreifðari þarf fleiri bíla.

Sjálfur ólst ég upp í Ásvallagötu og kem þangað oft. Þegar ég var barn var ekki búið að malbika götuna. Nú er staðan sú að bílamergðin í götunni er skelfileg, það er bíll við bíl í stæðum báðum megin götunnar, á götuhornum og alls staðar þar sem hægt er að koma þeim fyrir. Víða er líka búið að brjóta girðingar og veggi til að koma fyrir bílastæðum inni í görðum. Þetta eru mikil lýti á þessari fallegu og gamalgrónu götu.

Því þótt bílar séu þægilegir verður seint sagt að þeir séu til prýði eða yndisauka í borgum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?