fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Eyjan

Ragnar Þór: „Það fer um mig kjánahrollur að lesa yfirlýsingu forseta ASÍ.“

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 29. janúar 2018 10:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Samsett mynd/DV

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR,vandar Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, ekki kveðjurnar á Facebooksíðu sinni í dag. Ragnar skrifar færslu við frétt mbl.is þar sem Gylfi segir afskipti Ragnars af kjöri í öðru félagi fordæmalaus, en Ragnar styður framboð Sólveigar Önnu Jónsdóttur til embættis formanns Eflingar. Þá sagði Ragnar við mbl.is að næði Sólveig kjöri, væri Gylfa ekki lengur sætt sem forseta ASÍ.

Ragnar segir að ASÍ hafi margoft haft bein afskipti af málefnum annarra stéttarfélaga og að ákveðnir aðilar hafi unnið gegn öðrum formönnum. Þá hafi Gylfi ítrekað reynt að hafa áhrif á innri málefni VR.

 

 

Færsla Ragnars er eftirfarandi:

 

 

„Það fer um mig kjánahrollur að lesa yfirlýsingu forseta ASÍ.
Ég hef margoft horft upp á bein afskipti ASÍ af málefnum annara stéttarfélaga. Ákveðnir aðilar hafa gengið svo langt að vinna gegn öðrum formönnum séu þeir líklegir til að gera betur en gjaldþrota hugmyndafræði örfárra um hvað sé nægilega hóflegt hverju sinni.
Gylfi hefur ítrekað reynt að hafa áhrif á innri málefni VR. Meðal annars með beinum tölvupóstsendingum á stjórn og trúnaðarráð félagsins. Hann á örfáa bandamenn innan stjórnar VR sem virðast halda honum vel upplýstum um gang mála. Þeir aðilar munu leggja sín störf í dóm félagsmanna í mars.

Í hvert skipti sem við ætlum að ræða mikilvæg mál innan okkar baklands byrja þessar tölvupóstsendingar hans. Meðal annars þegar við ætluðum að ræða og álykta um tilgreindu séreignina eða veru okkar innan LÍV og ASÍ. Ég man ekki eftir viðlíka afskiptum Forseta ASÍ af innri málum VR síðan ég tók sæti í stjórn félagsins fyrir 9 árum síðan.
Líklega er það vegna þess að hann hefur ekki talið þörf á því hingað til þar sem valdastrúktúr hreyfingarinnar hefur ekki verið ógnað fyrr en nú.
Þannig mætti kalla afskipti Gylfa fordæmalaus. Þetta er jú sami forseti og þykist eingöngu fara eftir vilja félagsmanna á meðan hann treður gjaldþrota hugmyndafræði sinni ofar vilja grasrótarinnar. En sú rós sem Gylfi ber í hnappagati svika við alþýðu þessa lands og mun aldrei gleymast er aðgerðarleysið og samstöðuleysið gagnvart fjármálakerfinu eftir hrun. Hans verður minnst sem varðhundur verðtryggingar og okurvaxta.

Sem formaður VR þarf ég að sækja umboð til minna félagsmanna. Ef þeim líkar ekki málflutningur minn verður mér einfaldlega skipt út. Ég skora á Gylfa að gera hið sama. Setja störf sín í dóm yfir 100 þúsund félagsmanna ASÍ.
Með framboði mínu til formanns VR kallaði ég eftir samstöðu grasrótarinnar. Ég kallaði eftir byltingu innan hreyfingarinnar. Ég lýsti yfir vantrausti á forystu ASÍ og fékk að launum yfirburða kosningu.
Ég fagna því að grasrótin svari þessu kalli. Og það eitt að félagsmenn Eflingar geti kosið sér forystu til næstu ára er einfaldlega stórkostlegt. Hvað er að ef við fögnum ekki fleiri valkostum og lýðræði. Við hvað eru menn hræddir? Ef þeir hafa staðið sig svona svakalega vel þá hljóta þeir að vera öruggir áfram. Ég vona svo sannarlega að kjör mitt í VR verði grasrótinni hvatning og hún smitist í allar áttir. Ef einhverstaðar er þörf á endurnýjun og fersku blóði þá er það innan verkalýðshreyfingarinnar svo mikið er víst.
Málið snýst líka um traust. Ef forseti ASÍ nýtur ekki trausts meðal okkar félagsmanna verður samningsstaða okkar aldrei sterkari en það.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum