
Flokksval Samfylkingarinnar í Reykjavík fer fram 9. – 10. febrúar nk. fyrir val á framboðslista í borgarstjórnarkosningunum í vor. Framboðsfrestur rann út í kvöld og samkvæmt tilkynningu frá Samfylkingunni hafa 14 gefið kost á sér.
Þau eru:
| Nafn | titill |
sæti |
| Skúli Helgason | borgarfulltrúi |
3 |
| Teitur Atlason | fulltrúi á Neytendastofu |
7-9 |
| Þorkell Heiðarsson | náttúrufræðingur |
5-7 |
| Aron Leví Beck | málari og byggingarfræðingur |
3 |
| Dagur B. Eggertsson | læknir og borgarstjóri |
1 |
| Dóra Magnúsdóttir | varaborgarfulltrúi og leiðsögumaður |
4 |
| Ellen Calmon | fyrrverandi formaður ÖBÍ |
5 |
| Guðrún Ögmundsdóttir | tengiliður vistheimilia, fyrrv. alþingismaður |
5-7 |
| Heiða Björg Hilmisdóttir | borgarfulltrúi |
2 |
| Hjálmar Sveinsson | borgarfulltrúi |
3 |
| Kristín Soffía Jónsdóttir | borgarfulltrúi |
2 |
| Magnús Már Guðmundsson | formaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar |
4 |
| Sabine Leskopf | varaborgarfulltrúi |
3-4 |
| Sigríður Arndís Jóhannsdóttir | verkefnastjóri |
4-6 |
Kosningarétt hafa allir skráðir félagar í Samfylkingunni í Reykjavík með lögheimili í sveitarfélaginu sem náð hafa 16 ára aldri á valdag. Kjörskrá lokar 1. febrúar 2018 kl. 19.