fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Björn Leví um snjallsímabann Sveinbjargar í skólum: „Þetta verðskuldar heimsku- og þröngsýnisverðlaun ársins“

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. janúar 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, óháður borgarfulltrúi

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er ekki allskostar hrifinn af hugmyndum Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, óháðs borgarfulltrúa, áður Framsóknarkonu, um bann við snjallsímum barna í skólum. Vísir greinir frá því í morgun að Sveinbjörg hyggist leggja fram tillögu í borgarstjórn, að borgaryfirvöld auðveldi skólastjórnendum að banna snjallsíma í grunnskólum borgarinnar.

Sveinbjörg segir snjallsímanotkun barna vaxandi vandamál og að engar samræmdar reglur séu til um þetta hjá borginni, meðan skólar í Svíþjóð og Frakklandi séu þegar byrjaðir á slíkum bönnum. Hún segir að notkunin ýti undir kvíða og óöryggi fjölda barna.

Björn Leví gerir athugasemdir við fréttina á Facebooksíðu sinni og vandar Sveinbjörgu ekki kveðjurnar:

„Hræðslan við nýtt. Bannfæringar.

Eigum við ekki bara að banna prentvélina og pennann líka? Ritmálið gerir það jú að verkum að við munum ekkert lengur …

Þetta verðskuldar heimsku- og þröngsýnisverðlaun ársins,“

 

Segir Björn Leví.

 

Í grein Vísis nefnir Sveinbjörg það sérstaklega að hún sé undir það búin að tillaga hennar muni falla í misfrjóan farveg:

„Það verða örugglega mótbárur og þá líklegast frá þeim sem eru veikastir fyrir og orðnir alvarlega háðir tækjunum.“

 

Hvort þetta eigi við um Björn Leví, skal ósagt látið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis