fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Kjartan vill fá hverfislögreglustöð í Breiðholti – Segir fleiri afbrot upplýst

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 15. janúar 2018 08:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, óskaði eftir umræðu um málefni Breiðholts á fundi Borgarstjórnar þann 9. janúar síðastliðinn. Flutti hann þar tillögu sína um að setja á fót lögreglustöð í Breiðholti.

Slík stöð var starfrækt í hverfinu um tuttugu ára skeið, áður en hún var lögð niður árið 2009, í tengslum við sparnaðaraðgerðir og skipulagsbreytingar. Lögreglan er með starfsstöð á Dalvegi í Kópavogi sem nú sinnir bæði Kópavogi og Breiðholti, svæði sem telur um 20.000 manns.

„Mikil ánægja var með starfsemi hverfislögreglustöðvarinnar á meðan hún var starfrækt. Þeir lögregluþjónar, sem þar störfuðu, mynduðu jákvæð tengsl í hverfinu og eignuðust vináttu margra Breiðhyltinga, ekki síst af yngri kynslóðinni,“

sagði Kjartan um tillögu sína.

Fram kom hjá Kjartani að samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru margfalt fleiri afbrot í hverfinu upplýst eftir stofnun stöðvarinnar á sínum tíma, samanborið við það sem áður var.

Afgreiðsla tillögunar var frestað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt