fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Steingrímur fundaði með forseta Kína

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. janúar 2018 20:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá heimsókn forseta þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í kínverska þingið.

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, átti í dag fund með Xi Jinping, forseta Kína, ásamt öðrum forsetum þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Á fundinum lagði Steingrímur áherslu á mikilvægi góðrar samvinnu við Kína, einkum á sviði umhverfisverndar og baráttu gegn hnattrænni hlýnun. Þá vakti hann athygli á þeirri aukningu viðskipta sem orðið hefur milli landanna, ekki síst í kjölfar fríverslunarsamnings Íslands og Kína, og fjölgunar kínverskra ferðamanna á Íslandi undanfarin ár. Einnig ræddu þeir möguleika á frekara samstarfi um málefni Norðurslóða en Kínverjar og Íslendingar eiga þegar í margháttuðu samstarfi, svo sem á sviði norðurljósarannsókna. Kínaforseti fagnaði samstarfi þjóðanna og gerði á fundinum grein fyrir helstu stefnumálum sínum, meðal annars um uppbygginu samgöngunets í Mið-Asíu, hið svonefnda frumkvæði um belti og braut (e. Belt and Road Initiative).

Undanfarna daga hefur forseti Alþingis, ásamt þingforsetum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, átt fundi með Zhang Dejang, forseta kínverska þingsins, og öðrum ráðamönnum í Peking. Í framhaldi af fundum í Peking halda þingforsetarnir til Sichuan héraðs þar sem þeir munu hitta leiðtoga sex héraðsstjórna, frá Sichuan, Yunnan, Guizhou, Chongqing, Shaanxi og Tíbet. Í Chengdu munu forsetarnir einnig fá sérstaka kynningu á verkefni sem snýr að mögulegri samvinnu á sviði umhverfismála og uppbyggingar vistgarðs. Þá eru fyrirhugaðar heimsóknir í norræn fyrirtæki með starfsemi í Sichuan héraði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt