fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Endurnýja samning um leigjendaaðstoð við Neytendasamtökin

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. janúar 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá undirritun samningsins um leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna

Neytendasamtökin munu áfram sinna leigjendaaðstoð fyrir leigjendur íbúðarhúsnæðis samkvæmt samningi við velferðarráðuneytið sem undirritaður var í dag. Neytendasamtökin hafa sinnt þessari þjónustu frá árinu 2011.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, undirritaði samninginn ásamt Hrannari Má Gunnarssyni, stjórnanda leigjendaaðstoðarinnar, fyrir hönd Neytendasamtakanna. Samningurinn gildir til næstu áramóta.

Þjónustan samkvæmt samningnum felur í sér að sjá leigjendum íbúðarhúsnæðis fyrir nauðsynlegum upplýsingum um réttarstöðu sína og að veita ráðgjöf þegar upp kemur ágreiningur vegna leigusamninga um íbúðarhúsnæði.

Ásmundur Einar segir það margsannað hve mikilvægt sé að leigjendur geti leitað sér ráðgjafar og átt greiðan aðgang að upplýsingum um stöðu sína og réttindi hvað það varðar. Það sé á ýmsan hátt flókið að vera á leigumarkaði og fólk þurfi að vera meðvitað um að nýja þann rétt sem það hefur, til að mynda réttinn til húsnæðisbóta sem margir á leigumarkaði virðist ekki þekkja.

Leigjendaaðstoðin er með reglulega símatíma fyrir ráðgjöf við leigjendur og á vef hennar eru aðgengilegar margvíslegar upplýsingar um réttindi og skyldur leigjenda og leigusala.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn