fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Björn sneiðir að Guðlaugi Þór – Segir hann ábyrgan fyrir stöðu flokksins í borginni

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. janúar 2018 14:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins.

Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra og borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, hefur skrifað reglulega um stjórnmál í tímaritið Þjóðmál undanfarin ár. Björn rekur helstu tíðindi stjórnmálanna síðustu misserin í nýjasta pistli sínum, sem hann nefnir „Nýtt eðlilegt ástand í íslenskum sjórnmálum“ með vísun í tilurð nýrrar ríkisstjórnar sem hann segir marka þáttskil.

 

 
Blek Björns er nokkuð bláleitt í pistlinum eins og honum er von og vísa og sakar hann til dæmis vefmiðlana Stundina og Kjarnann um að ýta undir andstöðu við Bjarna Benediktsson og Sjálfstæðisflokkinn og nefnir sérstaklega Inga Frey Vilhjálmsson á Stundinni, sem hann segir leggja sig mest fram um að ófrægja Bjarna.
Björn víkur loks sögunni að borgarstjórnarpólitíkinni og segir Sjálfstæðisflokkinn þurfa öflugan leiðtoga sem hafi „burði og þekkingu til að gera borgarbúum og þjóðinni allri grein fyrir því að í Reykjavík hafa vinstrimenn árum saman keypt sig frá lausn viðfangsefna með hækkun skatta og og gjalda í stað þess að þora eða geta tekið erfiðar ákvarðanir.“

 
Þá segir Björn að ömurlegt sé til þess að vita að nú tali „vinstrisinnaðir álitsgjafar um það sem gefna staðreynd að kjósendur í Reykjavík hafi færst svo mjög til vinstri að Sjálfstæðisflokkurinn nái sér aldrei á strik í borginni.“
Þá nefnir Björn til sögunnar Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sem hann segir ábyrgan fyrir stöðu Sjálfstæðisflokksins í borginni. Björn og Guðlaugur hafa lengi eldað saman grátt silfur, en þeir áttust við í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins árið 2007 þar sem Björn sakaði Guðlaug um að vera handbendi Baugsmanna gegn sér, með vísun í himinháa styrki sem Guðlaugur þáði í kosningabaráttu sinni. Guðlaugur hefur lengi þótt heygja harða kosningabaráttu og er gjarnan talað um að kosningamaskína hans sé sú öflugusta á landinu. Björn hefur greinilega ekki gleymt slag þeirra og er greinilega ekki gróið um heilt þeirra á milli:

 

„Gegn þessari þróun verður að snúast. Innan Sjálfstæðisflokkssins hvílir sú skylda fyrst og síðast á Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra, sem hefur lagt mest af mörkum til þess valdakerfis sem þróast hefur innan flokksins í höfuðborginni og sækir orku sína til innbyrðis átaka frekar en baráttu við andstæðinga flokksins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins