fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Eyjan

Biðlar til Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um að sýna stillingu

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 14. ágúst 2017 13:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hermenn Suður-Kóreu vakta landamærin við Norður-Kóreu. Mynd/Getty

Moon Jae-in forseti Suður-Kóreu biðlar til Bandaríkjanna um að sýna stillingu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir stríð á Kóreuskaganum, biðlar hann einnig til yfirvalda í Norður-Kóreu um að hætta öllum ögrunum og hótunum tafarlaust. Moon fundaði með Joseph Dunford æðsta hershöfðingja Bandaríkjanna í morgun og ræddu þeir um stöðu mála í tengslum við deiluna við Norður-Kóreu. Sagði Dunford í morgun að Bandaríkin væru reiðubúin að beita hernaðarmætti sínum gegn Norður-Kóreu ef viðskiptaþvinganir og samningaviðræður hefðu ekki áhrif á eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunir þeirra. Kínverjar hafa bæst í hóp þjóða sem beita nú Norður-Kóreumönnum viðskiptaþvingunum, en fram til þessa hafa Norður-Kóreumenn geta treyst á viðskipti við Kína.

Sjá einnig: Bandaríkin tilbúin í hernaðaraðgerðir

Moon sagði að friður væri eina leiðin:

Það eru þjóðarhagsmunir og okkar aðaláhersla að friður haldi. Ég er viss um að Bandaríkin muni mæta stöðunni sem við erum í núna á varfærinn og ábyrgan hátt til að tryggja frið,

sagði Moon á blaðamannafundi í Seúl í dag.

Norður-Kóreumenn ítrekuðu í morgun að ef til átaka kæmi þá myndu þeir beita kjarnorkuvopnum sínum, fram kom í fréttatíma á ríkissjónvarpsstöðinni KCNA að stríðsátök gætu brotist út vegna „minniháttar atviks“:

Vandinn er sá að ef það kemur til stríðs þá verður það háð með kjarnorkuvopnum,

sagði fréttamaður í norður-kóreska ríkisstjórnvarpinu, þar kom einnig fram að þar á bæ væri grannt fylgst með aðgerðum og orðum Bandaríkjamanna:

Við fylgjumst áfram grannt með gangi mála í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin í íslenskum fjárlögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin í íslenskum fjárlögum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina