fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Eyjan

Sænska ríkið lekur gríðarlegu magni af persónuupplýsingum

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 25. júlí 2017 13:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hernaðarleyndarmál sem og persónuupplýsingar um milljónir Svía hafa lekið á netið. Greint er frá þessu í sænskum fjölmiðlum og á vef Hacker News í dag en upplýsingarnar koma frá sænska ríkinu. Svo virðist sem Samgöngustofa Svía, Transportstyrelsen, hafi óvart lekið upplýsingunum þegar stofnunin var að færa gögnin í varðveislu tæknifyrirtækisins IBM.

Lekinn hefur það í för með sér nöfn, myndir og heimilisföng milljóna Svía eru komnar á netið, þar á meðal nöfn og starfsheiti herflugmanna, leyniþjónustumanna, menn sem grunaðir um glæpi af hálfu lögreglu sem og nöfn þeirra sem eru í vitnavernd sænsku lögreglunnar.

Árið 2015 fól Samgöngustofa Svía IBM að halda utan um rafrænar upplýsingar stofnunarinnar sem og að sjá um tölvukerfi. Í ógáti rötuðu allar upplýsingarnar sem ætlaðar eru til vörslu hjá IBM á ólæsta gagnagrunna. Til að bæta gráu ofan á svart var vefslóðin með upplýsingunum send í tölvupósti til allra sem fylgjast með fréttatilkynningum samgönguyfirvalda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?