fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
Eyjan

Yfirmaður landhelgisgæslu varar við ásælni Rússa á norðurslóðum

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 8. maí 2017 19:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísbrjótur á Norðurslóðum.

Rússar eru langt á undan Bandaríkjamönnum þegar kemur að nýtingu skipaleiða og auðlinda á norðurslóðum. Sagði Paul Zukunft aðmíráll og yfirmaður bandarísku strandgæslunnar á fundi alþjóðaskipulagstofnunarinnar CSIS að þegar hnattræn hlýnun opnar á siglingaleiðir á norðurslóðum geti það komið Bandaríkjunum í opna skjöldu og það gæti þurft heila kynslóð af uppbyggingu til að ná Rússum og Kínverjum. Greint er frá þessu á vef Foreign Policy.

Sjá frétt: Málþingið Friður og öryggi á norðurslóðum haldið á morgun

Til dæmis séu Rússar nú með rúmlega 40 ísbrjóta til að búa til skipaleiðir, en Bandaríkin aðeins þrjá. Að sama skapi er tækjabúnaðurinn gamall, stærsti ísbrjótur Bandaríkjamanna er Polar Star, skip sem var byggt á áttunda áratug síðustu aldar:

Að vera einungis með einn stóran ísbrjót, það er eitthvað sem ég missi svefn yfir,

Paul Zukunft aðmíráll.

sagði Zukunft. Um er að ræða mikla hagsmuni líkt og við Íslendingar þekkjum, milljarðahagsmunir í hugsanlegri námuvinnslu fyrir utan birgðir af olíu og gasi sem stórveldin eygja í að vinna síðar á öldinni. Telur Zukunft að bæði Rússar og Kínverjar ætli sér að vera fyrstir á staðinn:

„Rússar eru þegar farnir að sýna „ég kom fyrstur“ takta.“

Leggur Zukunft það til við Bandaríkjaþing að landhelgisgæslan fái fjármagn til að smíða sex nýja ísbrjóta fyrir árið 2023, en á sama tíma verða Rússar búnir að smíða tvo ísbrjóta til viðbótar, báðir verða vopnaðir flugskeytum. Vill Zukunft að skip Bandaríkjamanna verði jafn vel útbúin ef það kæmi til ryskinga á ísnum.

Magnus Nordenman yfirmaður öryggisstofnun Atlantshafsráðsins segir í samtali við FP að Rússar séu fyrst og fremst að hugsa um flotann í vestri:

Rússneski Kyrrahafsflotinn er talsvert rýr miðað við flotann í vestri. Uppbygging þeirra er ekki byggð á hernaði, heldur á efnahag, 20% af vergri landsframleiðslu þeirra kemur af norðurslóðum,

sagði Nordenmann. Zukunft hefur miklar áhyggjur af stöðunni í dag:

Þeir eru með alla taflmenn sína á borðinu, við erum kannski með hrók og peð. Ef þú lítur á heimskautasvæðið nú þá byrja þeir leikinn með skák og mát.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Giggs segir upp störfum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hildur slær á létta strengi eftir atvik í gær – „Ef ég var einhvern tímann að íhuga að kippa lýðveldinu úr sambandi“

Hildur slær á létta strengi eftir atvik í gær – „Ef ég var einhvern tímann að íhuga að kippa lýðveldinu úr sambandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Skortur innviða flöskuháls fyrir rafvæðingu bílaflotans

Framkvæmdastjóri N1: Skortur innviða flöskuháls fyrir rafvæðingu bílaflotans
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þórdís Lóa ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum

Þórdís Lóa ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna