Undanfarin tvö ár hefur Gunnar I. Birgisson gegnd embætti bæjarstjóra Fjallabyggðar en hann var áður bæjarstjóri Kópavogs og þingmaður. Hann fer yfir pólitískan feril sinn og framtíðina í viðtali við Akureyri vikublað og er ekki sáttur við þá meðferð sem hann fékk í Kópavogi um árið þegar hann var látinn segja af sér embætti bæjarstjóra.
Gunnar hefur lifað tímanna tvenna en er fæddur í Reykjavík en kann að sögn vel við sig í sveitinni. Þegar hann var sjö ára gamall fór hann til vinafólks á Fljótsdalshéraði og ólst þar að mestu leyti upp og segist vera landsbyggðarmaður.
Eiginkona hans er Vigdís Karlsdóttir sjúkraliði og þau búa að sögn í fjarbúð að hluta. Hún vinnur í Reykjavík og þar á hún hesta og barnabörnin búa þar sömuleiðis. Vigdís á því heimili bæði í Kópavogi og í Fjallabyggð.
Gunnar segir stjórnmálin hafa tekið sinn toll á hjónabandinu en Vigdís hefur ávallt staðið sem klettur við hlið hans. Hann segir að ástæða þess að hann steig úr víglínu stjórnmálanna hafi verið vegna fjölskyldu hans en Gunnar var ásakaður um óeðlileg afskipti af viðskiptum Kópavogsbæjar við fyrirtæki í eigu dóttur hans.