fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Orginalinn Guðni og eftirherman Jóhannes fóru á flug hjá Birni Inga: Myndband

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 8. apríl 2017 11:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er stutt í hláturinn þegar Guðni Ágústsson og Jóhannes Kristjánsson leiða saman hesta sína.

Guðni Ágústsson fyrrverandi þingmaður og ráðherra, og Jóhannes Kristjánsson eftirherma voru gestir hjá Birni Inga Hrafnssyni í Eyjunni sem frumsýnd var á ÍNN sjónvarpsstöðinni í vikunni.

Þeir félagar, sem sumir halda jafnvel að sé einn og sami maðurinn, hafa nú slegið sér saman í dúett sem fer með sýninguna „Eftirherman og orginalinn láta gamminn geysa.“ Þetta eru sagnakvöld með eftirhermum. Þegar hafa farið fram sýningar í Landnámssetrinu í Borgarnesi og framundan eru fleiri, meðal annars í Salnum í Kópavogi. Fregnir hafa borist af því að fólk bókstaflega veltist um af hlátri þegar þeir félagar fara á kostum.

Jóhannes hefur stundað eftirhermur og gamanmál í rúmlega 40 ár, eða allar götur síðan hann var lítill drengur vestur á fjörðum. Hann sagði frá upphafi ferils síns í Eyjunni:

Ég fæddist bara vona og hef ekkert ráðið við það…Þetta byrjaði bara í sveitinni heima. Ég hermdi eftir fólki, ég var nú ekkert að gera mikið nema í þröngan hóp sko, og ég hermdi eftir bílum, dráttarvélum og dýrum.

sagði Jóhannes.

Með tímanum varð til einn ástsælasti skemmtikraftur þjóðarinnar. Jóhannes hefur hermt eftir fjölmörgum þjóðþekktum mönnum og fengið landsmenn til að veltast um af hlátri. Hér er Steingrímur Hermannsson:

Eyjan 6. apríl 2017 kl. 21

Gestir Björns Inga á Eyjunni á ÍNN í kvöld eru Þórir Garðarsson, varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar, og þeir Guðni Ágústsson og Jóhannes Kristjánsson sem farnir eru að troða upp saman við geysilegar vinsældir. Kl. 21 í kvöld.

Posted by ÍNN TV on 6. apríl 2017

Guðni Ágústsson er einn þeirra sem hafa notið þess heiðurs að verða hermt eftir af Jóhannesi.

Þetta hefur allt orðið mér til tekna. Fólk sá að ég var ekki eins leiðinlegur og ég leit út fyrir að vera. Allt í einu var fólk farið að tala um að ég væri skemmtilegur stjórnmálamaður. Ég var svo leiðinlegur þegar ég byrjaði, sagði Árni Johnsen, að ég væri eins og Þjórsá í klakaböndum. „Það ætti enginn maður að kjósa mig,“ sagði hann og ég tapaði fylgi. Ísólfur Gylfi Pálmason, ég held að hann hafi hjálpað mér mikið. Þessir gömlu stjórnmálafundir voru náttúrulega hundleiðinlegir, og hann sagði að mínar ræður væru svo langar að flugurnar myndu deyja á veggjunum,

sagði Guðni og fór svo yfir það hvernig hann hefði sjálfur lært að tala til fólks. Þar kom margt áhugavert fram, ekki síst varðandi orðræðu og samskipti í stjórnmálum og þjóðmálaumræðu.

Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt og fróðlegt viðtal Björns Inga við þá Guðna og Jóhannes:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið