fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Eyjan

Unga fólkið kaus Marine Le Pen

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 30. apríl 2017 15:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marine Le Pen meðal stuðningsfólks.

Marine Le Pen frambjóðandi þjóðernissinna í forsetakosningunum í Frakkandi var vinsælust meðal yngri kjósenda í fyrstu umferð kosninganna sem fram fór um síðustu helgi.

Könnun gerð meðal rúmlega níu þúsund kjósenda sýnir að Le Pen fékk flest atvæði kjósenda bæði í aldurshópunum 18 til 34 ára, og 35 til 49 ára. Le Pen var aðeins vinsælli meðal yngstu kjósendanna en Jean-Luc Mélenchon frambjóðandi yst af vinstri væng franskra stjórnmála. Norska fréttastofan NTB greinir frá þessari könnun OpinionWay og er fréttin birt í fjölda fjölmiðla í Noregi í dag.

Könnunin leiðir einnig í ljós að miðjumaðurinn Emmanuel Macron sem hlaut í heild flest atkvæði í fyrri umferðinni, hafi verið í öðru sæti í fyrri umferðinni meðal kjósenda á aldursbilinu 35 til 49 ára. Hann var með sama kjörfylgi og Le Pen í hópnum 50 til 64 ára en hafði hins vegar meira kjörfylgi en hún meðal elstu kjósendanna. Meðal hinna elstu var það þó hvorki Macron né Le Pen sem höfðu mest fylgi, heldur íhaldsmaðurinn Francois Fellon.

Le Pen var með yfirburðafylgi meðal kjósenda í lægri tekjuhópum, en Macron stakk af með vinninginn hjá hinum efnameiri. Könnunin sýnir einnig að 45 prósent kjósenda Sósíalistaflokksins kusu Macron á meðan um fjórðungur þeirra gaf Mélenchon atkvæði sitt.

Talið er að þessi könnun OpinionWay geti gefið vísbendingar um það hvernig seinni umferð forsetakosninganna fari nú þegar vika er til þess að kjörstaðir opni að nýju. Talið er að margir þeirra sem kusu frambjóðendur sem féllu út eftir fyrstu umferðina muni nú kjósa Marcron í seinni umferðinni. Nonna Mayer rannsóknastjóri við Sciences Po-stjórnmálafræðirannsóknastofnunina í París segir við NTB-fréttastofuna að Le Pen muni tapa í seinni umferðinni jafnvel þó helmingur kjósenda úr fyrri umferð kjósi að sitja heima. Hún telur að Marine Le Pen fái í hæsta lagi tíu milljónir atkvæða.

Það er samt geysimikið fylgi. En þó að bara helmingur kjósi, sem þó er mjög ósennilegt, þá fær hún samt sem áður aldrei meir en 42 prósent [greiddra atkvæða],

segir Mayer.

Skoðanakannanir benda til að Macron sé með um 60 prósenta fylgi í seinni umferð en Le Pen í kringum 40 prósent. Til að ná kjöri sem forseti Frakklands verður frambjóðandi að fá meira en helming greiddra atkvæða í seinni umferðinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Er Bergþór Ólason orðinn helsti siðgæðisvörður Alþingis?

Orðið á götunni: Er Bergþór Ólason orðinn helsti siðgæðisvörður Alþingis?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Eins milljarðs gjaldþrot Frostfisks ehf. – Rúmar 440 milljónir fengust upp í kröfur

Eins milljarðs gjaldþrot Frostfisks ehf. – Rúmar 440 milljónir fengust upp í kröfur
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Lögregla rúin trausti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Að vanvirða líf þar til það þagnar

Steinunn Ólína skrifar: Að vanvirða líf þar til það þagnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“