fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Eyjan

Sprenging í neðanjarðarlestinni í St. Pétursborg var hryðjuverk

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 3. apríl 2017 18:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vitni hafa lýst því á samfélagsmiðlum í dag hvernig fólk sem særðist var bæði skaðbrennt og alblóðugt eftir sprenginguna. Þrátt fyrir að fjölmargir væru á ferli þá braust ekki út ofsahræðsla meðal ferðalanga.

Eftir því sem liðið hefur á daginn hafa málavextir skýrst varðandi það sem nú er talið hafa verið hryðjuverkaárás í neðanjarðarlestakerfinu í St. Pétursborg, næst fjölmennstu borg Rússlands. Stjórnvöld hafa staðfest að um hryðjuverk hafi verið að ræða.

Dmitri Medvedev forsætisráðherra Rússlands hefur einnig skrifað á Facebook-síðu sína að þetta hafi verið hryðjuverkaárás.

Nú er ljóst að ein sprengja sprakk en ekki tvær eins og talið var í fyrstu. Sprengingin varð í farþegavagni í lest sem var stödd nokkurn veginn mitt á milli neðanjarðarstöðvanna Tekhnologitsjeskij institut og Sennaja Plosjad.

Talið er að sprengjan hafi verið í ferðatösku sem var skilin eftir í vagninum og að hún hafi innihaldið nagla eða málmflísar sem dreifðust um allt við sprenginguna. Þessu var ætlað að tæta fórnarlömbin í sundur og valda hámarks líkamstjóni. Stjórnvöld hafa staðfest að tíu manns hafi látið lífið. Í rússneskum miðlum er hins vegar talað um að 14 séu látin, þar á meðal börn. Milli 40 og 50 manns slösuðust, þar af sex mjög alvarlega.

Skömmu eftir að sprengjan sprakk uppgötvaðist önnur á Plosjtsjad Vosstanija-neðanjarðarstöðinni í nágrenni hinna tveggja. Interfax-fréttastofan greinir frá því að reynt hafi verið að fela þessa sprengju í slökkvitæki. Það tókst að aftengja sprengjuna. Hún er talin hafa verið fimm til sex sinnum öflugri en hin sem sprakk og innihaldið sprengiefni sem jafnast á við eitt kíló af TNT-sprengiefninu.

Enginn hefur enn lýst tilræðinu á hendur sér en tveggja manna er leitað. Þeir eru grunaðir um að hafa skilið sprengjurnar eftir á vettvangi. Interfax skrifar að minnsta kosti annar þeirra hafi náðst á mynd í öryggismyndavélum. Mynd af ætluðum tilræðismanni hefur verið dreift á rússneskum samfélagsmiðlum en yfirvöld hafa ekki staðfest enn að um þennan mann sé að ræða.

Vladimir Pútín forseti Rússlands átti að hitta Alyaksandr Lukashenka forseta Hvítarússlands í St. Pétursborg í dag en spenna hefur aukist undanfarið í samskiptum ríkjanna. Þrátt fyrir hryðjuverkaárásina þá fór þessi fundur fram. Pútín tjáði sig um hana í upphafi fundarins:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Ég er Evrópusinni – Evrópa loksins að vakna til lífsins

Diljá Mist Einarsdóttir: Ég er Evrópusinni – Evrópa loksins að vakna til lífsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ný Gallupkönnun er áfall fyrir stjórnarandstöðuna – Samfylkingin á flugi

Orðið á götunni: Ný Gallupkönnun er áfall fyrir stjórnarandstöðuna – Samfylkingin á flugi