fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Eyjan

Formaður Framsóknar krefst umræðu um sölu Vífilsstaðalands við fjármálaráðherra

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 23. apríl 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins.

Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður og formaður Framsóknarflokksins og fyrrum forsætisráðherra hefur óskað eftir sérstakri umræðu á Alþingi við Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra, þingmann og formann Viðreisnar. Tilefnið er sala ríkisins (fjármálaráðherra) á Vífilsstaðalandinu svokallaða til Garðabæjar.

Sigurður Ingi tilkynnir þetta á Fésbókarsíðu sinni í dag. Þar vísar hann til gamallar fréttar frá því í desember 2002 þegar byggingarfyrirtæki keyptu hluta úr svokölluðu Arnarneslandi í Garðabæ fyrir 455 milljónir króna.

Þá var verð á hektara fyrir rúmum 15 árum um 10 milljónir (núvirt 20 milljónir+),

skrifar Sigurður Ingi og bætir svo við:

Nú gera þeir Engeyjarfrændur [Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra] samning við Garðabæinn sinn um sölu á ca 2,5 milljónir [króna fyrir] hektarann.

Forsætisráðherran fyrrverandi segir einnig að órætt sé í þinginu hvort ekki væri skynsamlegt að halda eftir lóð undir nýtt þjóðarsjúkrahús.

… enn og aftur finnst Fjármálaráðherra þingið bara vera fyrir – en ekki sjálfsagður vettvangur fyrir skoðanaskipti og grundvöll ákvarðanatöku.

Sala ríkisins á Vífilsstaðalandinu hefur vakið umræður og sætt gagnrýni.

Sjá frétt: Dr. Ólafur Ísleifsson: Líkir sölu Vífilsstaðalandsins við gjöf Reykjavíkurborgar á moskulóðinni í Sogamýri.

Sjá frétt: Vífilsstaðir seldir – Páll ósáttur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi