fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Eyjan

Óeirðir í úthverfi Stokkhólms: Kveikt í bílum og lögreglan skaut að óeirðaseggjum

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 21. febrúar 2017 00:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bílar brenna í Rinkeby í gærkvöldi. Skjáskot úr myndbandi á fréttavef Expressen.

Miklar óeirðir brutust út í gærkvöldi í Rinkeby sem er eitt úthverfa Stokkhólms, höfuðborgar Svíþjóðar.

Samkvæmt frétt Expressen var kveikt í fjölda bifreiða. Norska Dagbladet skrifar í frétt á vef sínum að bílarnir hafi skipt tugum. Norska ríkisútvarpið segir hins vegar að þeir séu um tíu talsins. Óeirðaseggir munu einnig hafa brotist inn í verslanir.

Lögregumenn sem fóru inn í hverfið munu hafa mætt grjótkasti. Til að verja sig skutu sumir þeirra viðvörunarskotum að óeirðaseggjunum.

Vitni meðal blaðamanna segja í sænskum og norskum fjölmiðlum að Rinkeby minni nú einna helst á vígvöll.

Strætisvagnar hættu ferðum inn í Rinkeby þegar alvara ástandsins varð ljós. Lögreglunni hefur ekki tekist að ná tökum á ástandinu. Slökkvilið kemst ekki í hverfið til að slökkva eldana í bílunum þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi liðsmanna þess við slökkvistörfin. Sjúkraflutningakona skrifaði á Twitter í gærkvöldi að sjúkrabílar fengju heldur ekki að fara inn í Rinkeby-hverfi:

Óeirðirnar hófust um klukkan 20:00 í gærkvöldi að staðartíma þegar lögreglan ætlaði að handtaka mann einn í grennd við neðanjarðarlestarstöð í hverfinu. Sá mun hafa verið eftirlýstur og grunaður um eiturlyfjabrot. Skömmu síðar birti Stokkhólmslögreglan þessa tilkynningu á Twitter:

Lögreglumennirnir fengu yfir sig grjóthríð frá um 30 ungmennum. Í frétt sænska Aftonbladet er greint frá því að einn lögreglumaður hafi meiðst er hann varð fyrir steini. Í þessum átökum gripu lögreglumennirnir til skotvopna.

Síðar í gærkvöldi mun óeirðaseggjunum hafa fjölgað á svæðinu.

Myndband sjónarvotta sem birt var á Youtube um miðnætti:

https://www.youtube.com/watch?v=reg_sJ-La7c

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Reiði skólameistarinn

Reiði skólameistarinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“