fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Eyjan

ESB tekur forystuna í heimsviðskiptum

Egill Helgason
Föstudaginn 8. desember 2017 16:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta eru stærstu fréttirnar úr viðskiptalífinu í heiminum. Evrópusambandið og Japan gera risastóran fríverslunarsamning. Hann nær yfir svæði sem nemur 30 prósentum af heimsviðskiptum. Japanir opna meðal annars fyrir matvörur frá Evrópu, Evrópa opnar fyrir japanska bíla og tæknibúnað. Ekki ólíklegt að EFTA geti fylgt í kjölfarið, aðildarríki EES-samningsins.

Með fylgir yfirlýsing Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, og Abe, forsætisráðherra, um að þeir aðhyllist frjáls viðskipti í veröldinni. Á vefnum Politico birtist grein af þessu tilefni þar sem segir að Evrópusambandið sé orðið leiðandi í heimsviðskiptunum nú þegar Bandaríkin hafa gefið slíkt hlutverk frá sér.

Á síðustu tveimur árum hefur ESB gert viðskiptasamninga við Vietnam og Kanada. Í uppsiglingu er líka viðskiptasamningur við ríki í Suður-Ameríku.

Það er náttúrlega athyglisvert að Bretland verður fyrir utan þessa samninga þegar Brexit gengur endanlega í garð. Ríkisstjórn Theresu May er í standandi vandræðum vegna Brexit. May dró svokölluð rauð strik vegna Brexit í fyrra – nú virðist eins og hún sé að hörfa bak við þau flestöll.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Messi að skrifa undir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri N1: Finnum fyrir velvilja úti á landi – meiri andstaða í höfuðborginni

Framkvæmdastjóri N1: Finnum fyrir velvilja úti á landi – meiri andstaða í höfuðborginni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur