fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Eyjan

Kynbundinn launamunur konum í hag hjá Orkuveitunni

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. desember 2017 11:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orkuveituhúsið

Samkvæmt vef Orkuveitu Reykjavíkur, er óútskýrður kynbundinn launamunur fyrirtækisins og dótturfélögum þess nú 0.2 prósent, konum í hag. Er þetta í fyrsta skipti sem launamunurinn er konum í hag. Stefna OR og dótturfélaganna – Veitna, Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur – hefur verið að útrýma kynbundnum launamun. Hann hefur verið talinn innan tölfræðilegra skekkjumarka frá árinu 2015 og hafa fyrirtækin hlotið gullmerki jafnlaunaúttektar PwC frá þeim tíma.

 
Í glímunni við kynbundinn launamun hefur Orkuveita Reykjavíkur átt samstarf við Pay Analytics, bandarískt fyrirtæki þar sem dr. Margrét V. Bjarnadóttir, aðstoðarprófessor í aðgerðagreiningum við háskóla í Wisconsin er í forsvari. Smíðað var rafrænt greiningartæki sem gerir stjórnendum kleift að kalla fram á svipstundu áhrif hverrar einstakrar launaákvörðunar á kynbundinn launamun hjá fyrirtækinu í heild. Árangurinn er að nú hefur tekist að ná því markmiði fyrirtækisins að útrýma óútskýrðum kynbundnum launamun.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
Innan samstæðu OR starfa um 500 manns hjá Orku náttúrunnar, Veitum, Gagnaveitu Reykjavíkur og í móðurfélaginu. Um þriðjungur er konur. Kynjahlutföll eru ólík eftir starfsgreinum. Konur eru fæstar meðal iðnaðarfólks en flestar meðal skrifstofufólks. Stjórnendur skiptast til helminga milli kynjanna og var niðurstaða úttektar endurskoðunarfyrirtækisins Ernst & Young fyrir Konur í orkumálum vorið 2017 vor að áhrifa kvenna innan orku- og veitufyrirtækja gæti langmest hjá fyrirtækjunum innan samstæðu OR. Fyrirtækið vinnur að því að jafna kynjamuninn innan starfsgreina meðal annars með því að kynna iðngreinar fyrir stelpum og strákum í grunnskóla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hildur Sverrisdóttir svarar fyrir sig

Hildur Sverrisdóttir svarar fyrir sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ráðherra slegin eftir uppákomuna á Alþingi í gærkvöldi – „Ef þetta er rétt er staðan á Alþingi Íslands beinlínis orðin uggvænleg“

Ráðherra slegin eftir uppákomuna á Alþingi í gærkvöldi – „Ef þetta er rétt er staðan á Alþingi Íslands beinlínis orðin uggvænleg“