fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Þorsteinn Víglundsson um fjárlagafrumvarpið: „Vaxtabætur eiga að vera til staðar fyrir þá sem þær þurfa“

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 22. desember 2017 12:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Víglundsson

Gagnrýni á fjárlagafrumvarpið berst nú í hrönnum á borð fjölmiðla. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrum félags- og jafnréttismálaráðherra, segir það „sláandi“ hversu mikið vaxtabætur hafi lækkað á undanförnum árum og segir nýja fjárlagafrumvarpið ekki til þess fallið að styðja þá sem mest þurfi á þeim að halda.

 

 

 

„Vaxtabætur, líkt og önnur stuðningsúrræði, eiga að þjóna þörfum tekjulægstu hópanna. Þess vegna er sláandi hversu verulega þær hafa lækkað á undanförnum árum.“

Þetta segir Þorsteinn um stöðu vaxtabóta samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Hann lagði fram minnihlutaálit í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis og breytingatillögu á bandorminum með fjárlögum fyrir árið 2018. Í áliti Þorsteins kemur fram að samkvæmt frumvarpinu eigi að framlengja tímabundnar útreikningsreglur og viðmiðunarfjárhæðir vaxtabóta um eitt ár. Ekki er því gert ráð fyrir að eignaviðmið vaxtabótanna verði breytt en það hefur verið óbreytt um árabil og útilokar lága millitekjuhópa sem þurfi stuðning, samkvæmt Þorsteini.

Greiddar vaxtabætur ríkissjóðs hafa lækkað verulega á undanförnum árum. Í fjárlögum fyrir árið 2018 nema þær 4 milljörðum króna. Til samanburðar námu þær 5,88 milljörðum í fjárlögum fyrir árið 2008, sem samsvarar um 9,3 milljörðum á verðlagi dagsins í dag. Hafa greiddar vaxtabætur því rýrnað um ríflega 60% að verðgildi á þessum tíma. Í þessari lækkun vegur þungt að eignaviðmiðun hafi ekkert verið breytt þrátt fyrir miklar hækkanir á fasteignaverði. Í áliti Þorsteins kemur fram að nú sé svo komið að einstaklingar og sambúðarfólk með lágar árstekjur í hóflegu húsnæði njóti lítilla eða engra vaxtabóta. „Miðað við sambærilegar tekjur og eign árið 2008 fékk þessi hópur vaxtabætur sem námu 30-40% vaxtagjalda sinna en í dag eru þær hverfandi“, segir í álitinu. Á meðfylgjandi mynd má sjá muninn á vaxtabótum þessara hópa á árunum 2008 og 2017.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins