fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Eyjan

Kvenréttindafélagið kærir Alþingi vegna kynjahalla í fjárlaganefnd

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. desember 2017 16:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir leggur inn kæru Kvenréttindafélagsins til kærunefndar jafnréttismála

Kvenréttindafélag Íslands hefur kært Alþingi til kærunefndar jafnréttismála á vegna brots á jafnréttislögum við skipan í fjárlaganefnd. Í nefndinni situr ein kona gegn átta körlum. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir er framkvæmdarstýra Kvenfélagsins, en hún segir ákvörðun félagsins örþrifaráð:

 

 

 

 

„ Það er algerlega óásætanlegt og í raun sláandi hvernig skipað er í fastanefndir Alþingis, útfrá kynjasjónarmiðum og jafnréttislögum. Af þeim átta fastanefndum sem starfa innan Alþingis, eru fimm fastanefndir hvers skipan brýtur í bága gegn jafnréttislögum. Við höfum sent frá okkur fjórar ályktanir og áskoranir á þessu ári til þingmanna um að virða jafnréttislög þegar skipað er í nefndir, en í lögunum segir að kynjahlutfall kvenna skuli að minnsta kosti vera 40% Þetta hefur ekki dugað hingað til og því vildum við prófa nýja nálgun,“

 

segir Brynhildur.
Í tilkynningu frá félaginu segir meðal annars um jafnréttislög:

„Í 15. gr. jafnréttislaga er kveðið skýrt á um að í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli þess gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40% af hvoru kyni. Skipun Alþingis í fjárlaganefnd fer með grófum hætti gegn lagaákvæðinu, þar sem hlutföllin eru 89% karlar og 11% kona.“

 

Samkvæmt Brynhildi hallar á konur í öllum nefndum nema einni. Hlufallið endurspegli ekki kynjahlutfallið á Alþingi, en 38% þingheims eru konur, en konur í öllum fastanefndum þingsins eru samtals 36%

Tilkynningu félagsins má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Ingi gefur ekki kost á sér áfram sem formaður Framsóknarflokksins

Sigurður Ingi gefur ekki kost á sér áfram sem formaður Framsóknarflokksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu