fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Benedikt Jóhannesson: „Á Íslandi eigum við einn Trump en marga Cartera“

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. desember 2017 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar

Benedikt Jóhannesson, fyrrum fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, skrifar pistil í Morgunblaðið í dag, undir yfirskriftinni Besta fólkið. Þar fjallar Benedikt um fólkið sem velur sér stjórnmál sem lifibrauð, hæfni þess, ákvarðanir og arfleifð, auk þess sem hann mærir Viðreisn hina fyrri fyrir boðun frelsis, en lastar Framsókn fyrir „höft og fjötra“ áratugana þar á undan og setur það í samhengi við inngöngu Íslands í ESB annarsvegar og Brexit hinsvegar. Undir lokin nefnir Benedikt að fæstir í embætti Bandaríkjaforseta hafi „unnið varanleg afrek“.

Nefnir Benedikt dæmi af tveimur slíkum, Jimmy Carter og Donald Trump, sem hvorugur hafi verið innvígður og hvorugur góður forseti, en Benedikt segir að á Íslandi sé einmitt einn Trump, en nóg af „Carterum.“

„Hvorki Jimmy Carter né Donald Trump voru hluti af „klíkunni“ í Washington. Carter, sem var talinn vandaður maður, þjáðist af þeim kvilla að geta ekki tekið ákvarðanir. Trump er allt öðruvísi. Hann lifir í eigin veruleika, einhvers konar hliðstæðum heimi þar sem fjölmiðlar flytja falsfréttir, en hann sjálfur og verk hans eru langbest í heimi. Á Íslandi eigum við einn Trump en marga Cartera. Fáir hafa miklar hugsjónir sem sína pólitísku leiðarstjörnu og ólíklegt að þjóðin taki stökk fram á við undir þeirra leiðsögn. Í stjórnarmyndunarviðræðum nú í haust var flest falt og grimmt slegið af. Að lokum var samið um það „sem allir eru sammála um“, svo vitnað sé til formanns Framsóknar. Það er huggun harmi gegn, að minni skaði er að Carterum en Trumpum.“

 
Af þessum orðum að dæma gætu einhverjir dregið þá ályktun að Benedikt sé að líkja Donald Trump við Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Jimmy Carter við Sigurð Inga Jóhannsson (og fleiri) en ljóst er að Benedikt hefur litla trú á fyrrum kollegum sínum á þingi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur