fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Eyjan

Ameríski draumurinn verður ameríska blekkingin

Egill Helgason
Laugardaginn 16. desember 2017 09:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ameríski draumurinn er á hraðri leið að verða ameríska blekkingin, segir Philip Alston, sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna vegna fátæktar og mannréttinda. Þetta kemur fram í frumdrögum skýrslu sem verður birt í vor. Alston, sem er prófessor í lögum við New York háskóla, staðhæfir að félagslegur hreyfanleiki sé minnstur í Bandaríkjunum af öllum ríkum löndum. Bandaríkin séu að verða heimsmeistari í ójöfnuði.

Inntak ameríska draumsins var að allir ættu tækifæri til að verða ríkir og ná á toppinn. En sú er langt í frá raunin nú. Stjórn Donalds Trump er í óða önn að koma í gegn skattkerfisbreytingum sem færa mikið fé til ríka fólksins. Alston segir að í engu þróuðu ríki sé svo erfitt fyrir fjölda kjósenda að nota atkvæðisrétt sinn – mikill fjöldi fátækra kjósenda hirði ekki um að mæta á kjörstað.

Alston vitnar í tölur sem sýna að meira en 40 milljónir Bandaríkjamanna lifi í fátækt – og þar af tæplega 20 milljónir í mikilli fátækt. Breytingar á velferðarkerfinu sem Trump beiti sér fyrir geti haft skelfilegar afleiðingar fyrir snauðustu 20 prósent þjóðarinnar. Þarna sé verið að tæta í sundur velferðarnet sem þegar er fullt af holum.

Alston skoðaði sérstaklega ástandið í Alabama. Þar segist hann hafa séð aðstæður sem þekkist hvergi í þróuðum ríkjum. Á sumum stöðum sé ekki að finna almennileg fráveitukerfi. Sjúkdómar sem talið var að hefði verið útrýmt væru að koma aftur, eins og til dæmis kengormar.

Hér er frétt um af Al Jazeera um úttekt Philips Alstons.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri N1: Finnum fyrir velvilja úti á landi – meiri andstaða í höfuðborginni

Framkvæmdastjóri N1: Finnum fyrir velvilja úti á landi – meiri andstaða í höfuðborginni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur