fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Eyjan

Skoðanaflóran á Alþingi aldrei fjölbreyttari

Egill Helgason
Föstudaginn 15. desember 2017 08:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjaldan hefur birst önnur eins fjölbreytni í skoðunum og umræðunum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í gær. Þetta endurspeglar náttúrlega að á þingi eru átta stjórnmálaflokkar og sumir býsna ólíkir. Katrín Jakobsdóttir virkaði sjálfsörugg í fyrstu stefnuræðu sinni. Samfylkingin tók sér stöðu vinstra megin við VG – og ætlar líklega að rækta það svæði. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, boðaði frelsi eins og endranær, en Bjarni Benediktsson sýndi á sér vinstri velferðarvangann – enda kominn í stjórn undir forystu flokks sem sumir kalla sósíalista.

Inga Sæland flutti dúndrandi ræðu um fátækt og misskiptingu – hún er mesti ræðuskörungurinn á þingi núna og fer létt með að tala blaðlaust. Nærvera hennar á þingi á kannski eftir að hafa mikil áhrif. Hún er baráttukona. Sigmundur Davíð virkaði beiskur og leiður, hann hrífur varla með þessum málflutningi, en samflokksmaður hans Birgir Þórarinsson átti sérstæðustu ræðuna þar sem hann talaði um að siðaskiptin og Lúter hefðu fært okkur heilbrigðiskerfið.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu