fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Landsframleiðsla Íslands yfir meðaltali ESB ríkjanna

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 15. desember 2017 09:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsframleiðsla per mann á Íslandi var 28% yfir meðaltali ESB ríkjanna árið 2016, eða í fimmta sæti Evrópuríkjanna 37. Ísland var í 10. sæti árið 2015. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands:

 

Lúxemborg var í fyrsta sæti þar sem landsframleiðsla á mann var 158% yfir meðaltali ESB ríkjanna og Írland í öðru sæti, 83% yfir meðaltalinu. Lúxemborg sker sig úr, en líta verður til þess að fjöldi fólks vinnur og verslar í landinu og leggur til landsframleiðslunnar, en býr utan þess og telst því ekki til íbúa.

Samkvæmt endanlegum tölum fyrir árið 2014 var magn vergrar landsframleiðslu á mann á Íslandi 19% yfir meðaltali Evrópusambandsríkjanna 28. Ísland var ellefta í röð ríkjanna 37.

Landsframleiðsla á mann árið 2014 var hæst í Lúxemborg, 170% yfir meðaltali ESB ríkja, en þar á eftir kom Noregur sem var 76% yfir meðaltali ESB ríkja.

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum fyrir árið 2016 var magn einstaklingsbundinnar neyslu á mann á Íslandi 14% yfir meðaltali ESB ríkjanna og Ísland í áttunda sæti af ríkjunum 37.

Samkvæmt endanlegum tölum fyrir árið 2014 var magn einstaklingsbundinnar neyslu á mann á Íslandi 13% yfir meðaltali ESB ríkja og landið ellefta í röð landanna 37. Þá var Lúxemborg í fyrsta sæti, 38% yfir meðaltali ESB ríkjanna.

Hagstofa Íslands tekur þátt í samstarfi hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, og OECD um útreikning jafnvirðisgilda (PPP). Þau eru notuð til að umreikna hagrænar stærðir til sambærilegs verðlags svo unnt sé að bera saman rauntölur á milli landa.

*37 Evrópuríki eru 28 Evrópusambandsríki auk Íslands, Noregs, Sviss, Tyrklands, Svartfjallalands, Serbíu, Bosníu-Hersegóvínu, Albaníu og Makedóníu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Mbappe yfirgefur hópinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur