
Hannes Hólmsteinn Gissurason, stjórnmálaprófessor við Háskóla Íslands, er ekki par hrifinn af nýjustu bók Karl Th. Birgissonar, ritstjóra Herðubreiðar, sem ber heitið Hinir Ósnertanlegu, ef marka má færslu Hannesar á Facebook.
Bókin fjallar um viðskiptasögu Bjarna Benediktssonar og tengslin við pólitíkina, auk þess sem fjallað er um föður, afa og frændur fjármálaráðherra, sem allir hafa verið stórtækir í viðskiptalífinu. Hannes tengir ummælin við pistil Illuga Jökulssonar á Stundinni, hvar hann fjallar um hina æpandi þögn VG liða um innihald bókarinnar, sem skýrist af stjórnarsetu með Sjálfstæðisflokknum.
„Ég las „bókina“, ef bók skyldi kalla. Þetta er frekar bæklingur. Og ömurlegri samsetning hef ég ekki lesið lengi,“
segir Hannes á Facebook síðu sinni.