fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Hagræðingarkrafa sett á HSN meðan aðrir fá hækkun í fjárlögum

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 15. desember 2017 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Helgi Björnsson, forstjóri HSN

Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem lýst var yfir vonbrigðum með nýtt fjárlagafrumvarp, þar sem 20 milljón króna hagræðingarkrafa er sett á heilbrigðisstofnunina. Á meðan eru fjárframlög til greinarinnar í heild sinni aukin yfir landið allt og því er Jón Helgi Björnsson forstjóri HSN, skiljanlega svekktur yfir stöðu mála.

„Þegar reiknaðar eru út launabætur eru laun sem við greiðum vanmetin og því eru launabætur 20 milljónum minni en þær ættu að vera. Þetta gerðist líka í fyrra, þá kostaði það okkur 37 milljónir. Þetta er ekki leiðrétt fyrr en launabætur eru reiknaðar út og þar af leiðandi kemur þessi hagræðingarkrafa. En stóra málið er auðvitað það, að ríkið er að auka fjárframlög til heilbrigðiskerfisins en sáralítið sem skilar sér til okkar,“

segir Jón Helgi.

 

 
En hefur HSN einfaldlega verið í nægilegum vandræðum til að réttlæta stóraukin fjárframlög ?

 
„Það er hugsanlegt að litið sé svo á að við höfum ekki verið í nægilegum vandræðum, en það er vegna þess að reksturinn er í góðum málum. Við hinsvegar viljum og þurfum að bæta þjónustuna. Sérfræðiþjónusta er til dæmis ekki eins vel nýtt hér nyrðra og fyrir sunnan og því nauðsynlegt að heilsugæslan sé öflugri. Það er í raun ódýrari leið fyrir heilbrigðiskerfið til að bæta sig, að veita þjónustuna á frumstigi, í stað þess að veita dýr úrræði á sérhæfðum sjúkrahúsum. “

 

Í tilkynningu segir:

Heilbrigðisstofnun Norðurlands veitir öfluga þjónustu á mörgum sviðum og reksturinn er í jafnvægi. Starfssvæði stofnunarinnar nær frá Blönduósi til Þórshafnar og sinnir allri heilsugæslu á því svæði, en íbúar eru rúmlega 35.000 þús. Einnig er stofnunin með fjögur almenn sjúkrahús með 149 hjúkrunar-, sjúkra- og dvalarrýmum.

 

Líkt og annar staðar eru íbúar að eldast og skjólstæðingar veikari þegar þeir útskrifast af sjúkrahúsum. Samkvæmt lýðheilsuvísum landlæknis 2016 og 2017 eru marktækt fleiri íbúar á Norðurlandi sem meta bæði líkamlega og andlega heilsu sína slæma eða lélega samanborið við landsmeðaltal. Það er staðreynd að aðgengi íbúa á Norðurlandi að sérfræðiþjónustu lækna er mun minna en á höfuðborgarsvæðinu. Minni sérfræðiþjónusta eykur álag á heilsugæsluna og því er nauðsynlegt að efla heilsugæslu og alla þjónustu í kringum hana fyrir íbúa á svæðinu. Til þess þarf að veita auknum fjármunum m.a. til heimahjúkrunar og geðþjónustu og til að bæta aðgengi að læknum og öðru fagfólki.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Mbappe yfirgefur hópinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur