fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Eyjan

Frakkar banna snjallsíma í skólum – og efla kórstarf

Egill Helgason
Fimmtudaginn 14. desember 2017 20:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frakkar ætla að banna snjallsíma í skólum frá og með skólaárinu sem hefst í september næstkomandi. Þetta gildir í kennslustundum, en líka í frímínútum, í matarhléum og milli kennslustunda. Þetta var eitt af því sem Emmanuel Macron forseti ræddi um í kosningabaráttu sinni fyrr á þessu ári.

Menntamálaráðherrann franski, Jean-Michel Blanquer, segir að börn séu hætt að leika sér í frímínútum. Þau hangi í símumum, frá uppeldislegu sjónarmiði sé það mikið vandamál.

Hugmyndin er að börn og unglingar skilji símana eftir áður en skólinn hefst. Samtök kennara hafa áhyggjur af því að erfitt geti reynst að framfylgja banninu og eins og tryggja að nemendurnir fái símana aftur að skóladegi loknum. Til þess þarf væntanlega að útbúa sérstakar hirslur.

Á vef World Economic Forum er stutt myndband um bannið en þar er einnig vitnað í rannsókn sem segir að nemendur í skólum þar sem snjallsímar eru ekki í höndum þeirra standi betur að vígi.

Það fylgir einnig fréttum um bannið að efla eigi kórstarf í skólum í Frakklandi – fjölga kórum sem þar starfa.

Er kannski kominn tími til að huga að svona banni í íslenska skólakerfinu? Hvað segir nýi menntamálaráðherrann?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu