fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Skoða möguleika á rafrænum fylgiseðlum lyfja

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. desember 2017 09:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á vef Lyfjastofnunar kemur fram að nú sé til skoðunar sé hvernig betrumbæta megi upplýsingar sem fylgja lyfjum og um leið nýtt fyrirkomulag fylgiseðla. Framtíðin virðist liggja í rafrænum lausnum, en málið gæti tekið tíma þar sem breyta þarf núgildandi reglum Evrópusambandsins varðandi afgreiðslu lyfja.

 
Sem stendur eru reglur ESB/EES þannig að tungumál viðkomandi ríkis þar sem lyf er selt, þarf að vera á fylgiseðlinum sem fylgir lyfinu. Slíkt fyrirkomulag felur í sér hindrun, sérlega í smærri ríkjum með eigið tungumál. Því er þrýst á um að breyta reglunum þannig að þeim ríkjum sem það geta, verði heimilað að nota rafræna fylgiseðla. Slíkt myndi t.d. þýða að hægt væri að prenta út fylgiseðil í apóteki á íslensku eða því tungumáli sem viðkomandi skilur. Kostir þessa eru m.a. að auðveldara væri fyrir Íslendinga að fara í sameiginleg innkaup lyfja og ná þannig niður kostnaði. Einnig myndi sóun minnka þar sem ekki þarf að farga pökkuðum lyfjum ef breyta þarf fylgiseðlum. Að auki væri öryggi bætt því unnt væri að prenta út fylgiseðla á því tungumáli sem viðkomandi skilur  og/eða nýta möguleika snjalltækja til að koma nauðsynlegum upplýsingum á fylgiseðlum með betri hætti á framfæri við sjúklinga í þeim tilgangi að bæta heilsulæsi þeirra.

 

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sendi fyrr á árinu frá sér skýrslu um hvernig betrumbæta mætti upplýsingar sem fylgja lyfjum. Upplýsingar sem annars vegar eru ætlaðar heilbrigðisstarfsmönnum, hins vegar notendum. Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur í framhaldi af þeirri skýrslu lagt fram áætlun sem byggir á samvinnu við lyfjaframleiðendur. Meginatriðið eru hugmyndir um að nýta betur rafræna möguleika til að koma upplýsingum á framfæri. Í þessu skyni standa EMA og FE fyrir vinnustofu (e.workshop) síðsumars á næsta ári. Þar er gert ráð fyrir að fulltrúar allra þeirra sem hlut eiga að máli verði meðal þátttakenda; heilbrigðisstarfsfólk, notendur, lyfjaframleiðendur og stjórnvöld í hverju landi.

 

Hér heima hefur verið unnið að þessum málum hjá Velferðarráðuneytinu og Landamærahindrunarráði Norrænu ráðherranefndarinnar. Það ráð vinnur að því að fækka stjórnsýsluhindrunum m.a. til að auka hagvöxt á Norðurlöndunum. Siv Friðleifsdóttir, fulltrúi Íslands í ráðinu, segir að ráðið hafi að undanförnu þrýst á lausn hindrunar sem viðvíkur fylgiseðlum lyfja. Sú vinna fer fram í samstarfi við Einar Magnússon, lyfjamálastjóra í velferðarráðuneytinu og Rúnu Hauksdóttur Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar. Einnig hefur utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson og fyrrum heilbrigðisráðherra, Óttarr Proppé, ljáð málinu lið.

 

Mál þetta er um þessar mundir í vinnslu hjá norrænu embættismannanefndinni um félags- og heilbrigðismál og verður það tekið upp til skoðunar á næsta sameiginlega fundi norrænu lyfjastofnannanna á fyrri hluta næsta árs. Siv bendir á að þar sem lausnin felist í breytingum á reglum ESB/EES þá geti tekið umtalsvarðan tíma að ná því í gegn. Til að ná árangri þurfi því sem flestir að leggja því lið.

 

Tekið af vef Lyfjastofnunar

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“