
Þá er orðið ljóst hverjir verða formenn þeirra fastanefnda sem stjórnarandstaðan mun fara með á komandi þingi. Í dag ákvað Miðflokkurinn að Bergþór Ólason yrði formaður umhverfis- og samgöngunefndar, en hann kemur úr Norðvesturkjördæmi og er fyrrum aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra Sjálfstæðisflokksins.
Hjá Samfylkingingu verður Helga Vala Helgadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fyrstu tvö árin en síðan tekur Samfylking við formennsku í velferðarnefnd að þeim tíma loknum.
Píratinn Halldóra Mogensen verður formaður velferðarnefndar fyrstu tvö árin, en þá taka Píratar við stjórnskipunar- og velferðarnefnd. Ekki er ljóst hverjir taka við formennsku nefndanna eftir tvö ár, enda tvö ár langur tími í pólitík.
Þingið verður sett á morgun og flytur Katrín Jakobsdóttir sína fyrstu stefnuræðu sem forsætisráðherra.