fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Aldrei munað eins litlu á WOW og Icelandair í farþegum talið

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 11. desember 2017 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aldrei hefur munað jafn litlu á stærð íslensku flugfélaganna tveggja, Icelandair og WOW, í farþegum talið. Icelandair flutti í nóvember 249 þúsund farþega, meðan Wow flaug með 224 þúsund farþega á sama tíma. Munurinn er 25 þúsund farþegar, sem er minnsti mælanlegi munur hingað til. Þar áður var munurinn minnstur í febrúar, eða 33,657 farþegar.

 

Hlutfallslega er munurinn meiri þegar hver flugferð er talin, þar sem vélar WOW taka fleiri farþega að jafnaði, eða 205 á móti 144 farþegum Icelandair. Sætanýting Icelandair var 78% í nóvember en 88% hjá WOW, samkvæmt tilkynningum flugfélaganna. Þetta kemur fram á turisti.is.

 

Mestur var munurinn í júní, en þá var hann 226, 665 farþegar en fer síðan aðeins niður fram í ágúst og hríðfellur síðan í september og október. Icelandair fjölgaði brottförum sínum í nóvember um 10% en hluteild félagsins í flugumferð um Keflavíkurvöll hefur þó minnkað frá því á sama tíma í fyrra, eða úr um það bil 50% niður í 44% Á meðan hefur WOW fjölgað ferðum um 40% og hlutdeild þess er 27,8% á Keflavíkurflugvelli, samkvæmt turisti.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk