
Líkt og fram kom í gær telja Samtök atvinnulífsins að kostnaður við framkvæmdir loforða í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar verði 90 milljarðar á ári ef gert er ráð fyrir að öllu því sem lofað er komist til framkvæmda. Þetta kom fram í greinargerð samtakanna.
Á heimasíðu SA eru sundurliðaðar útgjaldaliðir sem má sjá hér.
Samkvæmt mbl.is segist Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, ekki átta sig á því hvernig Samtök atvinnulífsins geti komist að þeirri niðurstöðu að árlegur útgjaldaauki ríkissjóðs vegna fjarskipta, samgangna og byggðamála verði 42,2 milljarðar króna, líkt og kemur fram á heimasíðu samtakanna. Þá vildi hann ekki tjá sig meira um málið að svo stöddu, að sögn mbl.is.