fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Unnur Brá Konráðsdóttir stefnir á borgarstjórastólinn: „Það er í skoðun“

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. desember 2017 08:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unnur Brá Konráðsdóttir. Mynd: DV

Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis og þingmaður Suðurkjördæmis, segist nú íhuga að bjóða sig fram til borgarstjórnarkosninga. Þetta kemur fram á Vísi. Leiðtogakjör Sjálfstæðismanna fer fram 27. janúar næstkomandi, en opnað verður á framboð 27. desember og framboðsfrestur er tvær vikur. Kosið er um oddvita lista en síðan mun uppstillingarnefnd raða í sætin fyrir neðan. Unnur Brá datt af þingi í kosningunum í lok október og segir því hugmyndina hafa borið brátt að.

 

 

„Það er í skoðun. Það hafa ansi margir heyrt í mér varðandi þetta,“

sagði Unnur Brá við Vísi.

Unnur Brá færi því gegn Áslaugu Friðriksdóttur og Kjartani Magnússyni, sitjandi borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, en bæði hafa gefið út að þau sækist eftir því að leiða listann, en Halldór Halldórsson, núverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins, hefur sem kunnugt er ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram.

Aðrir sem nefndir eru líklegir til æðstu metorða í borginni eru þau Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi, Borgar Þór Einarsson aðstoðarmaður utanríkisráðherra, Eyþór Arnalds, einn útgefanda Morgunblaðsins og Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk