fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Ari Trausti: Að loknum kosningum

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 26. nóvember 2017 08:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ari Trausti Guðmundsson. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna skrifar:

Að afloknum þingkosingum sendi ég öllum kjósendum í Suðurkjördæmi kveðjur og um leið þakkir fyrir ágæta kjörsókn, betri en í kosningunm 2016. Vonandi verða að minnsta kosti jafn margir eða fleiri í kjörklefum sveitarstjórnarkosninganna í sumarbyrjun. Átta þingflokkar telst met á Alþingi og setur okkur þingmönnum það fyrir að slípa og aga vinnubrögðin. Gera þau skilvirkari og sanngjarnari. Mörg, og flest mikil, verkefni bíða þingsins eftir óvænt hlé. Nokkur breyting varð á tíu manna þingliði Suðurkjördæmis. Ég sendi þeim sem hurfu a þingi góðar kveðjur og býð nýja þingmenn velkomna í hópinn. Hann hefur dálítið reynt að halda saman um tiltekin mál.

Árangur okkar vinstri-grænna í kjördæminu var viðunandi. Rúmlega eins og hálfs prósentustiga viðbót merkir að við erum á leið í rétta átt hvað málefni, traust og vinnubrögð varðar. Ég þakka stuðningsfólki VG fyrir vinnu og brautargengi hreyfingarinnar. Þá ber líka að þakka öðrum frambjóðendum í kjördæminu fyrir málefnalega baráttu, á opnum fundum í útvarpi og sjónvarpi.

Hvet til þess að næst verði efnt til umræðufunda frambjóðenda fyrir almenning hér og hvar í kjördæminu, í samvinnu flokkanna. Héraðsblöðin og aðrir heimamiðlar stóðu sig vel í aðdraganda koninganna.

Þessi pistill er saminn í miðjum viðræðum um myndun ríkisstjórnar. Þá er að sjá hvað úr verður og hvort tímabil umbóta og stöðugleika getur hafist.

Birtist fyrst í Suðra. Smelltu hér til að lesa blaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“