fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Eyjan

Sjá ekkert til fyrirstöðu í samrunum matvöruverslana og bensínstöðva

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 23. nóvember 2017 17:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samsett mynd/DV

Samkeppniseftirlitið sér ekkert því til fyrirstöðu að Hagar, sem reka meðal annars verslanir Bónus og Hagkaup, renni saman við Olís, sem rekur 72 bensínstöðvar um allt land. Sama gildir um samruna N1 og Festi, sem rekur meðal annars verslanir Elko og Krónunnar. Óskar Samkeppniseftirlitið nú eftir sjónarmiðum vegna samrunananna og er frestur gefinn til 7. desember næstkomandi.

Nokkuð er rætt um verslun Costco í Kauptúni sem rekur bensínstöð. Hefur Festi tölur frá Rannsóknarsetri verslunarinnar um að verslun Costco sé með rúmlega 6,5% til 7% markaðshlutdeild hér á landi. Telja Hagar að Costco sé að nota stöðu sína sem einn stærsti aðili í smásölu á heimsvísu til að undirverðleggja vörur á borð við Appelsín, Smjörva og Heimilisbrauð.

Eina hindrunin sem Samkeppniseftirlitið fjallar um er að samruni fyrirtækja geti haft í för með sér aðgangshindranir á markaði. Að öðru leyti munu samrunarnir ekki hafa áhrif á samkeppni þar sem sala á matvöru á bensínstöðvum sé ekki sambærileg því sem gerist í verslunum Bónuss og Krónunnar, þar að auki hafi Hagar og Festi ekki selt eldsneyti og því hafi samrunarnir ekki áhrif á eldsneytismarkaðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins